Langanesbyggð heilsueflandi samfélag

Í gær, þriðjudaginn 12. júní, var undirritaður samningur milli Langanesbyggðar og Embætti Landlæknis um aðild sveitarfélagsins að verkefninu Heilsueflandi

Langanesbyggð heilsueflandi samfélag
Almennt - - Lestrar 350

Alma Möller og Elías Pétursson. langanesbyggd.is
Alma Möller og Elías Pétursson. langanesbyggd.is

Í gær, þriðjudaginn 12. júní, var undirritaður samningur milli Langanesbyggðar og Embætti Landlæknis um aðild sveitarfélagsins að verkefninu Heilsueflandi samfélag.

Þorsteinn Ægir Egilsson oddviti bauð gesti velkomna og greindi frá komu sveitarfélagsins að vekefninu, fyrirætlunum þess o.fl.

Sagði hann að stefnt væri að kynningarfundi í haust með íbúum, félagasamtökum og öðrum hagsmunaaðilum, en góð samstaða er um verkefnið innan sveitartjórnar. Alma Möller landlæknir ávarpaði samkomuna einnig og fór yfir mikilvægi verkefnisins.

Fjölmennt var í Þórsveri við undirritunina og voru góðar umræður og fjölmörgum fyrirspurnum beint til landlæknis frá fundargestum.

Á meðfylgjandi mynd halda þau Alma Möller landlæknir og Elías Pétursson sveitarstjóri á fána sem sveitarfélaginu var afhentur af tilefninu. (langanesbygg.is)


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744