Landssamtökin Ţroskahjálp 40 ára

Landssamtökin Ţroskahjálp voru stofnuđ áriđ 1976 og verđa ţví fjörutíu ára á ţessu ári.

Landssamtökin Ţroskahjálp 40 ára
Ađsent efni - - Lestrar 899

Landssamtökin Ţroskahjálp voru stofnuđ áriđ 1976 og verđa ţví fjörutíu ára á ţessu ári.

Međ stofnun ţeirra nýttist betur samtakamáttur ýmissa félaga sem öll hafa ţađ markmiđ „ađ berjast fyrir réttindum og vinna ađ málefnum fólks međ ţroskahömlun sem og annarra fatlađra, barna og fullorđinna og tryggja ţeim fulla jafnréttisstöđu á viđ ađra ţjóđfélagsţegna“, eins og segir í lögum samtakanna.

Samtökin leggja sérstaka áherslu á ađ vera öflugur málsvari fólks međ ţroskahömlun og fatlađra barna, styđja ţau til ađ styrkja sjálfsmyndina, láta rödd sína heyrast og standa sjálf vörđ um hagsmuni sína og réttindi.  

Starf og stefna Landssamtakanna Ţroskahjálpar grundvallast á viđurkenndum mannréttindum sem áréttuđ eru í samningi Sameinuđu ţjóđanna um réttindi fatlađs fólks.

Sérstök áhersluatriđi í stefnuskrá samtakanna eru ţessi:

  • Virđa ber manngildi, grunnţarfir og rétt allra manna.
  • Fósturskimun skal beitt í ţjónustu lífsins.
  • Allir eiga rétt til ađ hafa áhrif á eigiđ líf og taka eigin ákvarđanir.
  • Allir, sem ţess ţurfa, eiga rétt á stuđningi sem tekur miđ af ţörfum ţeirra svo ađ ţeir geti notiđ jafnra tćkifćra á viđ ađra í samfélaginu.
  • Allir eiga rétt á menntun viđ hćfi og án ađgreiningar.
  • Allir eiga rétt á eigin heimili.
  • Allt fullorđiđ fólk á rétt á ađ stofna fjölskyldu.
  • Allt fullorđiđ fólk á rétt á vinnu.
  • Allir eiga rétt á ađ njóta efnalegs öryggis.
  • Allir eiga rétt á ađ njóta menningar og frístunda.
  • Allir eiga rétt á ađ njóta efri ára međ reisn.

Ađild ađ Landssamtökunum Ţroskahjálp eiga nú rúmlega tuttugu félög; félag fólks međ ţroskahömlun, foreldra- og styrktarfélög, landshlutafélög Ţroskahjálpar svo og fagfélög fólks sem hefur sérhćft sig í ţjónustu viđ fatlađ fólk. Ţessi félög eru starfrćkt víđa á landinu og eru félagsmenn ţeirra um sex ţúsund talsins.

Ţau félög geta veriđ ađilar ađ samtökunum sem vinna ađ markmiđum ţeirra og í samrćmi viđ stefnuskrá og lög samtakanna en ađildarfélög lúta ekki bođvaldi samtakanna eđa stjórnar ţeirra heldur velja félögin sér eigin stjórnarmenn samkvćmt reglum sem ţau setja sér.

Landssamtökin Ţroskahjálp eru međ heimasíđu  og á facebook og gefa auk ţess út tímaritiđ Ţroskahjálp ţrisvar sinnum á ári. Á ţessum miđlum má finna miklar og margvíslegar upplýsingar um baráttumál samtakanna og hagsmunamál og mannréttindi fatlađs fólks. Ţá reka samtökin húsbyggingasjóđ til greiđa fyrir möguleikum fatlađs fólks til ađ fá hentugt húsnćđi og ţar međ betri möguleika til sjálfstćđs og eđlilegs lífs.

Á ţeim fjörutíu árum sem liđin eru frá stofnun Landssamtakanna Ţroskahjálpar hefur ýmislegt áunnist í réttindabaráttu fatlađs fólks. Mikiđ verk er ţó óunniđ. Samtökin hafa náđ virđulegum aldri en eru ţó ung í anda og búa ekki einungis yfir mikilli reynslu og ţekkingu heldur einnig eldmóđi, kjarki og krafti. Landssamtökin Ţroskahjálp munu ţví áfram verđa í fararbroddi í baráttunni fyrir mannréttindum fatlađs fólks, jöfnum tćkifćrum og auknum lífsgćđum.

 

Bryndís Snćbjörnsdóttir, formađur Landssamtakanna Ţroskahjálpar.

Árni Múli Jónasson, framkvćmdastjóri Landssamtakanna Ţroskahjálpar.


  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744