Kvenfélagskonur í laufabrauði

Kvenfélagskonur komu saman í Bjarnahúsi í dag og skáru út laufabrauð sem síðan var steikt í heimahúsum í kvöld.

Kvenfélagskonur í laufabrauði
Almennt - - Lestrar 558

Helga Kristins og Emma Harðar steikja laufabrauð.
Helga Kristins og Emma Harðar steikja laufabrauð.

Kvenfélagskonur komu saman í Bjarnahúsi í dag og skáru út laufabrauð sem síðan var steikt í heimahúsum í kvöld.

Þær gerðu 1400 kökur í ár en kökurnar kaupir kvenfélagið útbreiddar hjá Heimabakarí og skera út og steikja.

Laufabrauð Kvenfélags Húsavíkur er ávallt jafn vinsælt og ljóst að færri fá en vilja því allar kökurnar seldust upp áður byrjað var á laufabrauðsgerðinni.

Hér koma nokkrar myndir úr Bjarnahúsi og tvær þegar verið var að steikja laufabrauðið og með því að smella á þær er hægt að fletta þeim og skoða í stærri upplausn.

Kvenfélagslaufabrauð

Kvenfélagslaufabrauð

Kvenfélagslaufabrauð

Kvenfélagslaufabrauð

Kvenfélagslaufabrauð

Kvenfélagslaufabrauð

Systurnar Hanna og Elsa Skúladætur samhentar í steikingunni.

Kvenfélagslaufabrauð

Kvenfélagskonurnar Helga Kristins og Emma Harðar steikja laufabrauð.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744