Kristjáns Ásgeirssonar minnst á baráttudegi verkafólks

Ađalsteinn Árni Baldursson formađur Framsýnar minntist Kristjáns Ásgeirssonar fyrrum formann Verkalýđsfélags Húsavíkur á baráttudegi verkafólks 1. maí en

Ađalsteinn Árni minntist Kristjáns Ásgeirssonar.
Ađalsteinn Árni minntist Kristjáns Ásgeirssonar.

Ađalsteinn Árni Baldursson formađur Framsýnar minntist Kristjáns Ásgeirssonar fyrrum formann Verkalýđsfélags Húsavíkur á baráttudegi verkafólks 1. maí en Kristján lést fyrir skömmu.

"Fallinn er frá góđur félagi og mannvinur, Kristján Ásgeirsson. Verkalýđsforingi, bćjarfulltrúi, útgerđarmađur, en fyrst og fremst góđur og gegnheill mađur sem vildi öllum vel. 

Kiddi Ásgeirs eins og hann var ávallt nefndur kom lengi ađ störfum fyrir Verkalýđsfélag Húsavíkur, sem stjórnarmađur, formađur og varaformađur. Hann mótađi félagiđ til framtíđar ásamt góđu samstarfsfólki og kom ađ ţví ađ opna fyrstu skrifstofu félagsins um 1970.

Áđur var ekki óalgengt ađ fólk leitađi heim til hans eftir ađstođ. Kiddi tók öllum vel og opnađi heimili sitt fyrir ţeim sem á ţurftu ađ halda og töldu á sér brotiđ. 

Ţegar saga verkalýđsbaráttu á Húsavík er sögđ koma ćttir Kidda fyrir, allt frá stofnun fyrstu verkalýđsfélaga á Húsavík ţar til hann ákvađ ađ stíga til hliđar áriđ 1992, eftir 27 ára farsćlt starf í ţágu verkafólks í ţingeyjarsýslum.

Föđuramma Kidda, Ţuríđur Björnsdóttir, var fyrsti formađur Verkakvennafélagsins Vonar og Ásgeir Kristjánsson fađir hans var lengi formađur Verkamannafélags Húsavíkur. 

Áriđ 1976 komst Kiddi í ţá sérstöku stöđu ađ vera formađur í verkalýđsfélagi, bćjarfulltrúi og framkvćmdastjóri Höfđa hf. sem stofnađ var um rekstur togarans Júlíusar Havsteen ţađ ár. Ţessi tengsl vöktu eđlilega upp margar spurningar á ţeim tíma og voru ekki óumdeilanlegar. Hann var sagđur sitja hringinn í kringum borđiđ. 

Ekki var vilji međal félagsmanna til ţess ađ Kiddi hćtti afskiptum af verkalýđsmálum, enda mjög virtur fyrir störf sín innan félagsins og heildarsamtaka verkafólks. Ţess í stađ ákvađ hann ađ stíga til hliđar sem formađur, en taka ađ sér varaformennsku í félaginu. Kiddi sagđi ţetta ekkert mál, menn mćttu bara aldrei gleyma uppruna sínum og fyrir hvađ ţeir stćđu. 

Orđin sem hann mćlti eitt sinn í útvarpsviđtali lýsa manngerđ Kristjáns Ásgeirssonar kannski best: „ Ég hef sem betur fer alltaf veriđ í ţeirri stöđu ađ geta talađ frá hjartanu og hef aldrei haft verulegar áhyggjur af eigin heilsu. En aftur á móti hef ég veriđ vođalega viđkvćmur andspćnis veikindum annarra“. Tilvitnun lýkur.

Ţví hefur veriđ haldiđ fram ađ kjör félagsmanna Verkalýđsfélags Húsavíkur hafi almennt veriđ betri en hjá sambćrilegum stéttarfélögum. Ţađ hafi ekki síst veriđ Kristjáni Ásgeirssyni ađ ţakka, enda hafđi hann góđa yfirsýn yfir málin og lagđi ríka áherslu á atvinnuöryggi, góđ laun og félagslega hugsun í rekstri fyrirtćkja. 

Kiddi ţótti mikill málafylgjumađur og var einlćgur baráttumađur fyrir ýmsum mikilvćgum réttindamálum sem ţykja sjálfsögđ í dag, s.s. atvinnuleysistryggingum, stofnun lífeyrissjóđa og ađ félagsmenn stéttarfélaga hefđu ađgengi ađ öflugum sjúkrasjóđum. 

Hann var gerđur ađ heiđursfélaga í Verkalýđsfélagi Húsavíkur á 95 ára afmćli ţess áriđ 2006.

Fyrir hönd Framsýnar stéttarfélags votta ég fjölskyldu Kristjáns Ásgeirssonar dýpstu samúđ. Viđ minnumst látins félaga međ miklu ţakklćti fyrir hans óeigingjörnu störf í ţágu verkafólks í Ţingeyjarsýslum. Megi minning um góđan mann lifa um ókomna tíđ.

Ađ svo mćltu langar mig ađ biđja ykkur um ađ rísa úr sćtum og minnast Kristjáns Ásgeirssonar" sagđi Ađalsteinn Árni en um 600 gestir sóttu hátíđarhöldin í Íţróttahöllinni á Húsavík.

1. maí 2019

Tvö af barnabörnum Kristjáns Ásgeirssonar, ţau Elísabet Anna og Kristján Elinór fluttu Maístjörnuna á hátíđinni međ viđeigandi hćtti og voru glćsileg á sviđi segir á heimasíđu stéttarfélaganna en ţađan eru myndirnar fengnar.


  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744