Knattspyrnukonur í Völsungi láta gott af sér leiða

Völsungskonur í meistaraflokki og 2. flokki í knattspyrnu ákváðu snemma í sumar að láta þann pening sem kemur í sektarsjóð þessa tímabils renna til Ívars

Völsungskonur láta gott af sér leiða.
Völsungskonur láta gott af sér leiða.

Völsungskonur í meistaraflokki og 2. flokki í knattspyrnu ákváðu snemma í sumar að láta þann pening sem kemur í sektarsjóð þessa tímabils renna til Ívars Hrafns Baldurssonar.

"Fyrir þá sem ekki þekkja hans sögu þá glímir hann við lífshættulegan lifrasjúkdóm og þarf líklega að gangast undir stóra aðgerð í Svíþjóð núna í haust.

Ferðakostnaður og kostnaður vegna spítalaheimsókna er gífurlega mikill og viljum við í meistaraflokki kvenna láta gott af okkur leiða og styrkja fjölskylduna eins og við getum.

Þar sem að við vorum einstaklega duglegar að fara eftir settum reglum í sumar, langar okkur að leita til bæjarbúa eða fyrirtækja í bænum um að leggja okkur lið og auka þannig við sektarsjóðinn sem fer svo beint til Ívars Hrafns og hans fjölskyldu". Segir í tilkynningu en þær hvetja alla sem geta til að leggja inn á eftirfarandi reikning:

Rn. 1110-05-405050 Kt.030596-3079

Margt smátt gerir eitt stórt.

Meistaraflokkur og 2. flokkur kvenna 2018.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744