Hilmar Freyr sigraði lengstu hundsleðakeppni sem haldin hefur verið á Íslandi

Lengsta hunda­sleðakeppni sem hald­in hef­ur verið á Íslandi fór fram um helgina, alls um 150 km. leið.

Hilmar Freyr nálgast markið ásamt hundum sínum.
Hilmar Freyr nálgast markið ásamt hundum sínum.

Lengsta hunda­sleðakeppni sem hald­in hef­ur verið á Íslandi fór fram um helgina, alls um 150 km. leið.

Keppnin, Musherice 2021, var ræst að morgni föstudags frá tjald-stæðinu á Húsavík þaðan sem leið lá upp á Reykjaheiði.

Tveir keppendur voru ræstir en sá þriðji hafði forfallast.

Húsvíkingurinn Hilmar Freyr Birgisson sigraði keppnina og kom í mark undir kvöld á laugardag. Hann beitti sex Huskyhundum fyrir sleðann og var 18,37 klst. í brautinni en 14,50 klst. fóru í hvíldartíma. 

Erna Sofie Árnadóttir, sem hafði fjóra hunda fyrir sleðanum sínum, varð að hætta á öðrum legg keppninnar eftir 64 km. leið.

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Hilmar Freyr Birgisson leggur upp í keppnina.

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Erna Sofie Árnadóttir brunar af stað.

Ljósmynd Hafþór - 640.is 

Tveir af hundunum sem drógu sleðann hjá Himari Frey.

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Kominn í mark.

Ljósmynd Hafþór - 640.is 

Hilmar Freyr Birgisson með sigurlaunin og einn hundanna við hlið sér.

Hilmar Freyr og unnusta hans, Alexandra Karlsdóttir, fluttu sl. haust austur á Dratthalastaði á Hjaltastaðaþinghá þar sem þau hyggjast stunda ræktun á sleðahundum og bjóða upp á sleðaferðir.

Björgunarsveitin Garðar, Ferðaklúbburinn 4X4 á Húsavík og Norðurþing fá innilegar þakkir frá mótsstjórn Musherice fyrir þeirra framtak og velvilja. Musherice hlakkar mikið til að koma afur að ári.

Með því að smella á myndirnar er hægt að fletta þeim og skoða í hærri upplausn.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744