Kaupfélagi Þingeyinga slitið

Ákveðið hef­ur verið að slíta elsta sam­vinnu­fé­lagi lands­ins, Kaup­fé­lagi Þing­ey­inga. Fé­lagið hef­ur ekki haft rekst­ur með hönd­um í átján ár. Það

Kaupfélagi Þingeyinga slitið
Almennt - - Lestrar 310

Kaupfélagshúsið á Húsavík
Kaupfélagshúsið á Húsavík

Ákveðið hef­ur verið að slíta elsta sam­vinnu­fé­lagi lands­ins, Kaup­fé­lagi Þing­ey­inga. Fé­lagið hef­ur ekki haft rekst­ur með hönd­um í átján ár. Það á eng­ar eign­ir og skuld­ar eng­um neitt, að því best er vitað. Frá þessu er greint á mbl.is

Kaup­fé­lag Þing­ey­inga var stofnað á Þverá í Laxár­dal 20. fe­brú­ar 1882 og er því 135 ára gam­alt. Á tutt­ugu ára af­mæli þess var Sam­bands­kaup­fé­lag Þing­ey­inga stofnað á Ysta­felli í Köldukinn en það varð síðar að Sam­bandi ís­lenskra sam­vinnu­fé­laga, SÍS.

Kaup­fé­lag Þing­ey­inga var með fjöl­breytta at­vinnu­starf­semi á síðustu öld, eins og mörg kaup­fé­lög á þeim tíma. Það rak mjólk­ur­sam­lag, slát­ur­hús með kjötvinnslu og fjöl­breytta versl­un á Húsa­vík og víðar á fé­lags­svæðinu. Það var stærsti hlut­haf­inn í Fiskiðju­sam­lagi Húsa­vík­ur og und­ir það síðasta hlut­hafi í ný­sköp­un­ar­fé­lag­inu Ald­in sem fram­leiddi vör­ur úr inn­flutt­um trjám. Fé­lagið komst í greiðsluþrot á ár­inu 1999 og fékk heim­ild til greiðslu­stöðvun­ar.

All­ar eign­ir fé­lags­ins voru seld­ar og skuld­ir greidd­ar og það hætti starf­semi. Kaup­fé­lag Eyf­irðinga keypti mjólk­ur­sam­lagið og slát­ur­húsið. Tryggvi Finns­son, sem sæti á í stjórn KÞ og er ann­ar af tveim­ur lög­gilt­um skila­nefnd­ar­mönn­um fé­lags­ins, seg­ir að sölu­and­virði eign­anna hafi nokk­urn veg­inn dugað fyr­ir skuld­um og eng­inn sem átti inni fé hjá fé­lag­inu hafi tapað á þessu skulda­upp­gjöri.

Fé­lagið hef­ur starfað síðan, án þess að hafa nokkra starf­semi. Tryggvi seg­ir að það hafi staðið í fólki að leggja þetta forn­fræga fé­lag form­lega niður. Komið hafi til tals að sam­eina það við KEA en ekki verið áhugi á því. Einnig hafi verið at­hugað með að finna því annað hlut­verk. Það hafi held­ur ekki gengið upp. Seg­ir hann erfitt að halda úti fé­lagi nema fé­lags­menn­irn­ir hafi all­ir sömu hag­mun­ina. Í KÞ eru á annað þúsund fé­lags­menn sem dreifðir eru um all­an heim.

Tölu­verður kostnaður er við að halda úti fé­lagi, halda þarf aðal­fundi og aug­lýsa þá með ákveðnum hætti. Niðurstaðan varð að slíta fé­lag­inu og var það samþykkt á fé­lags­fund­um sem haldn­ir voru í mars og apríl sl. 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744