Kalla ekki allt ömmu sína - Komnir heim eftir átta tíma ferð til Akureyrar

Bílar frá Björgunarsveitinni Garðari komu í hús í Nausti rétt fyrir tíu í kvöld eftir um átta tíma erfitt ferðlag til Akureyrar og heim aftur.

Það þarf vana menn í svona ferðir.
Það þarf vana menn í svona ferðir.

Bílar frá Björgunarsveitinni Garðari komu í hús rétt fyrir tiu í kvöld eftir um átta tíma erfitt ferðlag til Akureyrar og heim aftur.

Bílarnir lögðu í hann rétt fyrir kl. 14  í dag með sjúkling sem komst þurfti í flug á Akureyri en ófærð var og hríðarbylur.

Sagt er frá þessari ferð á fréttavef Morgunblaðsins í kvöld:

Það tók björg­un­ar­sveit­ar­menn um fimm klukku­stund­ir að flytja sjúk­ling frá Húsa­vík til Ak­ur­eyr­ar í dag. Liðsmenn björg­un­ar­sveit­ar­inn­ar Garðars á Húsa­vík kalla hins veg­ar ekki allt ömmu sína og náðu að kom­ast á leiðar­enda þrátt fyr­ir ófærð og hríðarbyl. Á góðum degi tek­ur ferðalagið um klukku­stund en vega­lengd­in á milli bæj­ar­fé­lag­anna er um 90 km.

Guðmund­ur Salómons­son er fé­lagi í Garðari og sit­ur í svæðis­stjórn björg­un­ar­sveita í Þing­eyj­ar­sýsl­um. Hann seg­ir í sam­tali við mbl.is að rúm­lega 13 í dag hafi borist boð um að flytja sjúk­ling frá Húsa­vík til Ak­ur­eyr­ar. Guðmund­ur tek­ur fram að maður­inn hafi ekki verið bráðveik­ur held­ur hafi hann þurft að kom­ast í flug til Reykja­vík­ur þar sem hann átti að gang­ast und­ir hjartaþræðingu á Land­spít­al­an­um á morg­un.

„Það er búið að vera skíta­veður hér og allt ófært, þannig að það hef­ur gengið held­ur brös­ug­lega, “ seg­ir Guðmund­ur sem hef­ur verið í sam­bandi við hóp­inn sem sá um að flytja mann­inn í dag. Þegar mbl.is sló á þráðinn til Guðmund­ur um kl. 20 í kvöld var hóp­ur­inn, sem tel­ur níu manns, á heim­leið, en færðin hef­ur ekk­ert skánað.

Björg­un­ar­sveit­ar­menn á tveim­ur vel út­bún­um jepp­um lögðu af stað rétt fyr­ir klukk­an 14 í dag. Guðmund­ur seg­ir að ferðin inn í Ljósa­vatns­skarð hafi gengið vel en þegar þangað var komið tók ófærðin sem tafði för. 

Aðspurður seg­ir Guðmund­ur að menn verði að beita lagni og sýna þol­in­mæði þegar tek­ist er á við nátt­úru­öfl­in. „Menn voru að festa sig og það þurfti að draga, en þess vegna för­um við nátt­úru­lega á tveim­ur bíl­um,“ seg­ir hann.

„Svo var Vík­ur­skarðið veru­leg­ur far­ar­tálmi, eins og við viss­um fyr­ir­fram,“ bætti Guðmund­ur við. Þar nutu þeir aðstoðar björg­un­ar­sveit­ar­inn­ar Súlna frá Ak­ur­eyri, en liðsmenn sveit­ar­inn­ar mættu þeim á snjó­bíl. „Bíl­arn­ir geta svo bet­ur keyrt í slóðinni eft­ir snjó­bíl­inn. Þannig að það gekk mjög vel niður úr Vík­ur­skarðinu eft­ir að snjó­bíll­inn kom á staðinn.“

Guðmund­ur seg­ir að menn njóti verks­ins þegar vel geng­ur. „Menn sjá ekk­ert eft­ir sér í það,“ seg­ir hann að lok­um.

Meðfylgjandi myndir úr ferðinni eru fengar af Fésbókarsíðu Björunarsveitarinnar Garðars

Snjóbíll frá Súlum

Snjóbíllin frá Súlum kominn til aðstoðar í Víkurskarði.

Björgunarsveitin Garðar

Það er nauðsyn­legt að vera á vel út­bún­um bíl­um í ferðum sem þessari.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744