Handverkshópurinn Kaðlín flytur sig um set

Handverkshópurinn Kaðlín sem verið hefur til húsa í Pakkhúsinu sl. 14 ár mun flytja sig yfir í Samkomuhúsið á komandi vori og vera þar fram á haustið.

Handverkshópurinn Kaðlín flytur sig um set
Almennt - - Lestrar 400

Handverkskonur úr Kaðlín.
Handverkskonur úr Kaðlín.

Handverkshópurinn Kaðlín sem verið hefur til húsa í Pakkhúsinu sl. 14 ár mun flytja sig yfir í Samkomuhúsið á komandi vori og vera þar fram á haustið.

“Við fengum uppsagnarbréf í sumar og áttum að fara hér út í lok október en fengum það framlengt út árið. Við hófum strax leit að nýju húsnæði, leituðum og leituðum en ekkert fannst þrátt fyrir mikinn velvilja í bænum og fram um sveitir.

Þetta endaði síðan með því að Norðurþing tók málið að sér og nú er leitinni lokið og niðurstaðan sú að við fáum inni í anddyri Samkomuhússins frá 1. maí nk. og út september.  

Gætum þó farið fyrr inn en það fer eftir því hvenær leikfélagið lýkur vetrarstarfseminni”. Segja handverkskonurnar í Kaðlín og árétta að leit þeirra að framtíðarhúsnæði sé hvergi nærri lokið enda einungis hægt að hafa opið yfir sumartímann í Samkomuhúsinu.

Þær segja mikla eftirsjá að Pakkhúsinu enda sé vandfundið eins gott og vel staðsett húsnæði fyrir handverkshús. Þarna fari megnið af ferðamönnum hjá, ýmist á leið í eða koma úr hvalaskoðun og margir reki nefið inn.

Handverkshúsið Kaðlín verður opið í Pakkhúsinu á fimmtudögum og föstudögum fram til jóla.

Handverkshópurinn Kaðlín

Sigrún Elín Brynjarsdóttir, Hugrún Rúnarsdóttir, Svanhvít Jóhannesdóttir, Bergljót Jónsdóttir, Guðrún Reynisdóttir, Elín Jónasdóttir og Elín Kjartansdóttir eru meðal þeirra sem skipa handverkshópinn Kaðlín.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744