Íþróttafólk Völsungs 2015

Eins og kom fram á 640.is í gær stóð Völsungur fyrir vali á íþróttafólki Völsungs fyrir árið 2015 og úrslitin kunngjörð í fyrradag.

Íþróttafólk Völsungs 2015
Íþróttir - - Lestrar 506

Bergur, Hafrún og Sif hlaðin verðlaunum.
Bergur, Hafrún og Sif hlaðin verðlaunum.

Eins og kom fram á 640.is í gær stóð Völsungur fyrir vali á íþróttafólki Völsungs fyrir árið 2015 og úrslitin kunngjörð í fyrradag.

Virkilega góð mæting var á samkomuna en liðlega 150 manns lögðu leið sína í Miðhvamm.

Það eru deildir innan Völsungs sem tilnefna einstaklina, einn af hvoru kyni, 16 ára á árinu og eldri til íþróttafólks Völsungs.

Að þessu sinni voru sjö einstaklingar tilnefndir af fjórum deildum innan félagsins.

Tilnefningar bárust frá bardagadeild, bocciadeild, knattspyrnudeild og sunddeild.

Bardafafólk ársins 2015 Marcin og Marta Florczyk

Bardagafólk ársins 2015 Marcin Florczyk og Marta Florczyk. Ljósm: volsungur.is

Höskuldur Skúli Hallgrímsson og Anna María Þórðardóttir

Bocciafólk ársins 2015 eru Kristbjörn Óskarsson og Lena Kristín Hermannsdóttir. Þau voru ekki viðstödd athöfnina og tók Anna María Þórðardóttir formaður Bocciadeildarinnar við verðlaununum fyrir þeirra hönd. 

Sif Heiðarsdóttir Sundkona ársins 2015

Sundkona ársins 2015 Sif Heiðarsdóttir ásamt afa sínum Þórhalli Aðalsteinssyni.

Knattsyrnufólk ársins 2015 Bergur Jónmundsson og Hafrún Olgeirsdóttir

Knattspyrnufólk ársins 2015 Bergur Jónmundsson og Hafrún Olgeirsdóttir.

Eins og fram hefur komið voru Bergur Jónmundsson og Hafrún Olgeirsdóttir hlutskörpust úr kosningu á tilnefndum aðilum og hljóta því sæmdarheitin íþróttakona- og íþróttamaður Völsungs 2015.

Áttu þau bæði góð ár innan knattspyrnunnar. Hafrún skipti yfir í Völsung úr Þór/KA fyrir síðasta tímabil og reyndist það algjör happa fengur. Var hún lykil leikmaður í liðinu á árinu sem er að líða og leiddi sóknarlínu meistaraflokks kvenna sem fór taplaust í gegnum sinn riðil í sumar en þurfti að lúta í lægra haldi fyrir FH í umspili um sæti í efstu deild.

Bergur var lykil leikmaður í liði meistaraflokks karla á árinu sem er að líða. Hann var einn af burðarásunum í liðinu síðastliðið sumar sem endaði í öðru sæti þriðju deildar og tryggði sér um leið þátttökurétt í annarri deild að árid. (volsungur.is)

Vel var mætt í Miðhvamm

Völsungar fjölmenntu í Miðhvamm.

 

 

 

 

 





  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744