Íslenskuóðir snillingar

Fyrir nokkru síðan heyrði starfsfólk Þekkingarnets Þingeyinga af áhuga erlendra einstaklinga, sem starfa hér í ferðaþjónustunni yfir sumartímann, á að

Íslenskuóðir snillingar
Almennt - - Lestrar 263

Áhuginn leynir sér ekki hjá þessum föngulega hóp.
Áhuginn leynir sér ekki hjá þessum föngulega hóp.

Fyrir nokkru síðan heyrði starfsfólk Þekkingarnets Þingeyinga af áhuga erlendra einstaklinga, sem starfa hér í ferðaþjónustunni yfir sumartímann, á að læra íslensku.

"Undanfarin sumur höfum við heyrt af slíkum áhuga en ekki náð nógu mörgum einstaklingum í hóp til að koma af stað námskeiði. En núna er svo sannaralega annað upp á teningnum. Við ákváðum að halda kynningarfund á þriðjudaginn í síðustu viku og sjá hvort einhverjir myndu mæta. Skemmst er frá því að segja að það varð allt fullt. Úr varð að við fylltum tvo hópa og því miður komust færri að en vildu. Við höfum haft það sem reglu að setja ekki fleiri en 15 manns í hóp, en það teljum við algert hámark fyrir einn kennara. 30 einstaklingar skráðu sig sem sagt til leiks og byrjaði kennslan á fimmtudaginn s.l.

Dóra Ármannsdóttir, íslenskukennari og fyrrverandi skólameistari FSH ákvað, eftir frekar auðveldar samningaviðræður, að taka kennsluna að sér. Hún mun því verða hér á Þekkingarnetinu næstu fimm vikurnar á milli kl. 21:00 og 23:00 mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga og berja okkar ástkæra og ylhýra inn í áhugasama erlenda hausa. Dóra nýtur heldur betur góðs af þessu einnig, því hún skellti sér s.l. haust í spænskuskóla og getur því, í kaffipásum, haldið sinni yfirgripsmiklu kunnáttu á spænskunni við með spænsku íslenskunemunum.

Þar sem allir þessir frábæru einstaklingar eru að vinna vaktavinnu, ýmist um borð í hvalaskoðunarbátum, á veitingastöðum eða gististöðum var þessi tími á kennslunni sá eini sem var í boði, það er seint á kvöldin.

Óhætt er að segja að þetta fari vel af stað og áhuginn leynir sér ekki hjá þessum föngulega hóp". Segir á heimasíðu Þekkingarnetsins.

Íslenskuóðir snillingar

Áhuginn leynir sér ekki hjá þessum föngulega hóp.

Ljósmynd hac.is


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744