Hugnast ekki enn ein iðnaðarlóðin

Á fundi framkvæmda- og hafnanefndar Norðuþings á dögunumi samþykkti meirihluti hennar tillögu skipulags- og bygginganefndar um breytingar á aðalskipulagi

Hugnast ekki enn ein iðnaðarlóðin
Almennt - - Lestrar 578

Einar Gíslason.
Einar Gíslason.

Á fundi framkvæmda- og hafnanefndar Norðuþings á dögunum samþykkti meirihluti hennar tillögu skipulags- og bygginganefndar um breytingar á aðalskipulagi vegna framkvæmda í Norðurhöfninni á Húsavík.

Einar Gíslason sat hinsvegar hjá við afgreiðsluna og lét bóka eftirfarandi: 

"Undirritaður hefði viljað sjá ítarlegri gögn og greiningu á þörfinni fyrir svæði H2. Þá hefði undirritaður vilja sjá aðrar útfærslur á fyrirhugaðri uppfyllingu. Segir í greinargerð að svæðið muni nýtast ef sjóflutningar hefjast og að flutningastarfssemi þurfi meira rými án þess að vísað sé til frekari gagna í því sambandi.

Þá segir í greinargerð að gert sé ráð fyrir verslunar- og þjónustuhúsnæði á austasta hluta uppfyllingarinnar, 500 metra frá Bökugarði og innan um iðnaðarhúsnæði. Slíkt hús mun ekki nýtast fyrir þessa farþega eða vera ”aðdráttarafl fyrir ferðamenn“ eins og segir í greinargerð. Við lestur greinargerðarinnar fær undirritaður það á tilfinninguna að hún sé réttlæting á því að fara með efni úr göngunum sem stystu og ódýrustu leiðina, þ.e. að sturta því í höfnina.

Hafnarsvæðið á Húsavík er eitt það fallegasta á landinu og er ný landfylling svolítið úr takt við þá þróun sem önnur sveitarfélög hafa verið að fara í, þ.e. að vernda landslag og ásjónu þess og horfa til þess að draga á svæðið líflega starfssemi eins og veitingahús og/eða aðra menningartengda þjónustu. Sem dæmi um þetta eru til dæmis gamla Reykjarvíkurhöfnin og fyrirætlanir Hafnarfjarðar um heildarendurskipulagningu á sínu svæði. Dæmi um líflausa iðnaðarhöfn má finna á Akureyri og ber að varast að það verði okkar hlutskipti hér á Húsavík. 

Enn ein iðnaðarlóðin á Húsavík í fegurstu höfn landsins hugnast undirrituðum ekki".

Hér má lesa tillöguna að breytingu aðalskipulagsins sem samþykkt var.

Norðurhöfnin

Norðurhöfnin eins og hún lítur út í dag.

Nordurhöfnin

Norðurhöfnin eins og hún gæti komið til með að líta út eftir fyrirhugaða uppfyllingu.

Með því að smella á myndirnar sem Einar Gíslason léði 640.is er hægt að skoða þær í stærri upplausn.

 

 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744