Hrútavinir á ferð til Raufarhafnar

Hrútavinafélagið Örvar á Suðurlandi efnir til rútuferðar á Hrútadaginn mikla á Raufarhöfn sem er hátíðlegur haldinn laugardaginn 4. október 2014.

Hrútavinir á ferð til Raufarhafnar
Fréttatilkynning - - Lestrar 527

Níels Árni Lund og Guðni Ágústsson.
Níels Árni Lund og Guðni Ágústsson.

Hrútavinafélagið Örvar á Suðurlandi efnir til rútuferðar á Hrútadaginn mikla á Raufarhöfn sem er hátíðlegur haldinn laugardaginn 4. október 2014.

Ferðin í heild verður 4 dagar,  2. okt – 5. okt. og fararstjórar verða Guðni Ágústsson, Níels Árni Lund og Björn Ingi Bjarnason forseti Hrútavinafélagsins Örvars.

Með í för verður sauðurinn Gorbi frá Brúnastöðum sem mun setjast að á forystufjársafninu á Svalbarði í Þistilfirði. Góð þátttaka er í ferðina og lagt verður upp frá Stað á Eyrarbakka fimmtudaginn 2. okt. n.k. klukkan 8 að morgni með rútu frá Allrahanda.

Komið verður við á Höfða í höfuðborginni. Síðan á höfuðstöðum héraðanna á leiðinni og blásið til umræðu og hátíðahalda um sauðkindina og vitsmuni forystufjárins . Þar á meðal; Hvanneyri, Bifröst,  Staðarskála í Hrútafirði, Hvammstanga, Blönduósi, Sauðárkróki, Hólum í Hjaltadal, Hofi á Akureyri, Laufási, Húsavík, Kópaskeri, Raufarhöfn og Svalbarði í Þistilfirði og víðar.

Góðir leiðsögumenn verða með í ferðinni og margt gert sér til skemmtunar með fólkinu í landinu.

Hrútavinafélagið Örvar

Guðni Ágústsson heiðursforseti Hrútavinafélagsins Örvars og Björn Ingi Bjarnason forseti félagsins.

 




  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744