Héraðsmótið í skák U-16 ára fer fram á morgun

Á morgun, miðvikudaginn 7. desember verður héraðsmót HSÞ í skák fyrir 16 ára og yngri, haldið í Seiglu – miðstöð sköpunar (áður Litlulaugaskóla) í

Héraðsmótið í skák U-16 ára fer fram á morgun
Íþróttir - - Lestrar 284

Á morgun, miðvikudaginn 7. desember verður héraðsmót HSÞ í skák fyrir 16 ára og yngri, haldið í Seiglu – miðstöð sköpunar (áður Litlulaugaskóla) í Reykjadal.

Mótið hefst kl 16:00 og tefldar verða 4-5 umferðir eftir monrad-kerfi og verður umhugsunartíminn 10 mín á keppanda í hverri skák. Umferðafjöldinn ræðst þó af endanlegri þátttöku, en 16 keppendur tóku þátt í mótinu 2015.
 

Sérstök verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin í þremur aldursflokkum og sigurvergarinn í hverjum flokki fær nafnbótina héraðsmeistari HSÞ í skák 2016.

Keppt verður í eftirfarandi flokkum.

8 ára og yngri (1-3 bekkur)
9-12 ára (4-7 bekkur)
13-15 ára (8-10 bekkur)

Skráning í mótið fer fram hjá Hermanni í síma 4643187, 8213187 eða með tölvupósti á netfangið: Lyngbrekku@simnet.is. Ókeypis verður í mótið.

Í gær mánudag voru 11 keppendur þegar búnir að skrá sig til leiks.

 

  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744