Hellaskoðun í Nerja

Dropasteinshellarnir frægu við Nerja eru taldir fallegustu hellar Evrópu og þangað skunduðum við í gær, með strætó.

Hellaskoðun í Nerja
Fólk - - Lestrar 422

Dropasteinshellarnir frægu við Nerja eru taldir fallegustu hellar Evrópu og þangað skunduðum við í gær, með strætó.

Hellarnir sem eru rétt fyrir ofan þorpið Maro fundust ekki fyrr en árið 1959 og segir sagan að fimm ungir piltar hafi verið að leik með bolta sem allt í einu hvarf sjónum þeirra ofan í holu.

Leit þeirra að boltanum leiddi síðan til þess að hellarnir voru uppgvötaðir og fagna Spánverjar 60 ára afmæli þess í ár.

Árlega draga hellarnir til sín fjölda ferðamanna og hafa Íslendingar sem sótt hafa Sólarströndina heim margir borið þá augum. Eins og áður segir eru þeir taldir fallegustu hellar Evrópu en þeir eru mismunandi að stærð og lögun. Í þeim má meðal annars sjá hellamyndir sem sanna tilvist manna í hellunum fyrir 20 til 30 þúsund árum. Sjón er sögu ríkari.

Hellarnir í Nerja

Þetta segja þeir vera holuna sem boltinn fór ofan í.

Hellarnir í Nerja

Ekki má mynda ofan í hellunum með flassi og því var Canoninn tjúnnaður upp í hæsta ISO og hér koma nokkrar myndir. Með því að smella á þær er hægt að fletta þeim og skoða í hærri upplausn.

Hellarnir í Nerja

Hellarnir í Nerja

Hellarnir í Nerja

Hellarnir í Nerja

Hellarnir í Nerja

Hellarnir í Nerja

Eftir hellaskoðunina var gengið niður hlíðina til Maro og rölt þar aðeins um. Það var rólegt yfir öllu þar enda sunnudagur og síestan í gangi.

Maro

Maro

Maro

Maro


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744