Grásleppubátur sökk í höfninni á Kópaskeri

Grásleppubáturinn Rósa í Brún ÞH sökk í höfnni á Kópaskeri um helgina.

Grásleppubátur sökk í höfninni á Kópaskeri
Almennt - - Lestrar 503

Rósa í Brún sökk í Kópaskershöfn. Lj. Aðalsteinn T
Rósa í Brún sökk í Kópaskershöfn. Lj. Aðalsteinn T

Grásleppubáturinn Rósa í Brún ÞH sökk í höfnni á Kópaskeri um helgina.

Það voru sjómenn á netabát sem voru að fara í róður aðfaranótt laugardags sem sáu hvar trillan var sokkinn við flotbryggjuna.

Á fréttasíðu Kópaskers og nágrennis segir að ekki sé vitað hvað kom upp á, en dælt var úr trillunni og hún hífð á land til skoðunar um morguninn.  

Það er fyrirtækið Tryggvi Aðal ehf sem á og gerir út Rósu í Brún og var nýbúið að leggja grásleppunetin.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744