GPG og knattspyrnudeildin gera með sér samstarfssamning

Knattspyrnudeild Völsungs og GPG hafa gert með sér samstarfssamning um stuðning fyrirtækisins við meistaraflokka félagsins.

Víðir Svansson og Gunnlaugur Karl Hreinsson.
Víðir Svansson og Gunnlaugur Karl Hreinsson.

Knattspyrnudeild Völsungs og GPG hafa gert með sér samstarfssamning um stuðning fyrirtækisins við meistaraflokka félagsins.

Á heimasíðu Völsungs segir að GPG hafi verið ötull stuðningaðili knattspyrnudeildarinnar undanfarin ár og er þetta framlenging á þeim mikla stuðning.

 

„Það er mikilvægt að halda uppi öflugu íþróttastarfi og því gleður mig að endurnýja styrktarsamning við knattspyrnudeild Völsungs", segir Gunnlaugur.

Samningurinn er til tveggja ára og mun GPG vera með auglýsingu á keppnisbúningum meistaraflokka. Það voru þeir Víðir Svansson, fyrir hönd knattspyrnudeildar, og Gunnlaugur Karl Hreinsson, fyrir hönd GPG, sem skrifuðu undir samninginn á Grænatorgi í dag.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744