Göngubrúin yfir Búðarárstíflu lokuð vegna vatnavaxta

Göngubrúnni yfir Búðarárstíflu var lokað í morgun vegna vatnavaxta í Búðará þar sem áin flæðir yfir bakka sína og nær vatnshæðin nú upp að brúargólfi.

Göngubrúnni yfir Búðarárstíflu var lokað í morgun vegna vatnavaxta í Búðará.

Fram kem­ur í til­kynn­ingu frá lög­regl­unni á Húsa­vík að áin flæði yfir bakka sína og nær vatnshæðin nú upp að brúargólfi.

Mikið vatnsveður er á Norðurlandi og er fólk beðið um að fara varlega og huga að niðurföllum.

Ljósmynd 640.is

Vatnið nær upp undir brúargólfið.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744