Gleđilegt sumar

Í dag er sumardagurinn fyrsti og óskar 640.is lesendum sínum gleđilegs sumars međ ţökk fyrir veturinn.

Gleđilegt sumar
Almennt - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 153 - Athugasemdir (0)

Viđ Húsavíkurhöfn á síđsumarskveldi.
Viđ Húsavíkurhöfn á síđsumarskveldi.

Í dag er sumardagurinn fyrsti og óskar 640.is lesendum sínum gleđilegs sumars međ ţökk fyrir veturinn.

Sumardagurinn fyrsti, einnig kallađur Yngismeyjardagur, er fyrsti dagur Hörpu, sem er fyrstur af sex sumarmánuđum í gamla norrćna tímatalinu. Sumardaginn fyrsta ber alltaf upp á fimmtudag á tímabilinu frá 19.-25. apríl (ţađ er fyrsta fimmtudag eftir 18. apríl). Sumardagurinn fyrsti var lengi messudagur eđa til 1744.

Íslensk ţjóđtrú segir ađ ef sumar og vetur frjósi saman bođi ţađ gott sumar, en međ ţví er átt viđ ađ hiti fari niđur fyrir frostmark ađfararnótt sumardagsins fyrsta. Í Sögu daganna - hátíđir og merkisdagar (bls. 50, 2. útg., 1977) eftir Árna Björnssonţjóđháttafrćđing, segir um sumardaginn fyrsta:

Hvarvetna var fylgst međ ţví, hvort frost vćri ađfararnótt sumardagsins fyrsta, ţ.e. hvort saman frysti sumar og vetur. Yfirleitt var ţađ taliđ góđs viti og jafnvel álitiđ ađ rjóminn ofan á mjólkurtrogunum yrđi jafn ţykkur og ísskánin á vatninu ţessa nótt. Í ţví skyni settu menn skál eđa skel međ vatni út um kvöldiđ og vitjuđu svo eldsnemma morguns.

Hvađ átt er viđ međ góđu sumri í ţjóđtrúnni er nokkuđ á reiki, en hugsanlega er einkum átt viđ ađ nyt búpenings verđi góđ, sem verđur ţegar tađan er kjarnmikil. Ef engjar og tún eru seinsprottin verđa hey oft kjarngóđ og ţví ćtti nytin einnig ađ verđa góđ. Slíkt gerist ţegar svalt er og vott framan af sumri, en síđan hlýrra og ţurrt og kann ţjóđtrúin ađ vísa til ţess ađ ţegar voriđer kalt ţá er oftast frost á sumardaginn fyrsta sem leiđir líkum ađ ţví ađ sumariđ verđi seinna á ferđinni. Ţá er allur gróđur einnig seinni ađ taka viđ sér, en ţađ gerir grösin kjarnbetri og bćtir nyt búpenings. (wikipedia.org)


640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744