Glæstir Mærudagssigrar í boltanum

Að venju var leikið í knattspyrnunni um Mærudagana og unnu bæði lið meistaraflokka Völsungs glæsta sigra á heimavelli.

Glæstir Mærudagssigrar í boltanum
Íþróttir - Hafþór Hreiðarsson - Lestrar 432

Það voru 350-400 manns í brekkunni.
Það voru 350-400 manns í brekkunni.

Að venju var leikið í knattspyrnu-nni um Mærudagana og unnu bæði lið meistaraflokka Völsungs glæsta sigra á heimavelli.

Kvennalið Völsungs lék í gærkveldi gegn Hömrunum í 2. deild kvenna og hafi sigur 3-1.

Fótbolti.net sagði svo frá leiknum:

Völsungur er í efsta sæti 2. deildar kvenna eftir 3-1 sigur á Hömrunum í kvöld en leikurinn fór fram á Húsavíkurvelli. 

Magðalena Ólafsdóttir kom Hömrunum óvænt yfir á 14. mínútu en aðeins þremur mínútum síðar jafnaði Aimee Louise Durn metin fyrir Völsung. 

Hún var aftur á ferðinni í byrjun síðari hálfleiks áður en Elfa Mjöll Jónsdóttir gulltryggði sigurinn á 79. mínútu. 

Lokatölur 3-1 fyrir Völsungi sem er í efsta sæti deildarinnar með 19 stig en Hamrarnir í fimmta sæti með 10 stig. 

Í dag tók 2. deildarlið Völsungs karla á móti Kára frá Akranesi og átti harma að hefna en gestirnir frá Skipaskaga gjörsigruðu Völsung 4-0 í 1. umferð deidarinnar.

Fótbolti.net sagði svo frá leiknum:

Völsungur vann Kára örugglega 3-0. Bjarki Baldvinsson skoraði á 22. mínútu áður en Ásgeir Kristjánsson tvöfaldaði forystuna á 37. mínútu. Ásgeir gulltryggði svo sigurinn á 64. mínútu og lokatölur því 3-0. 

Þess má geta að Káramenn klúðruðu vítaspyrnu í stöðunni 1-0.

550 áhorfendur

Um 350-400 áhorfendur voru á leik Völsungs og Kára í dag og margir komnir langt að. M.a frá Svalbarða eins og Kristján Breiðfjörð Svavarsson sem hér horfir á leikinn með ættmennum sínum.

Með því að smella á myndina má skoða hana í hærri upplausn.640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744