Gengið af göflunum - Slökkviliðsmenn á Akureyri ganga Eyjafjarðarhringinn

Laugardaginn 5. ágúst munu starfsmenn Slökkviliðs Akureyrar ganga Eyjafjarðarhringinn í fullum reykköfunarbúnaði til að minna á söfnun Hollvinasamtaka

Laugardaginn 5. ágúst munu starfsmenn Slökkviliðs Akureyrar ganga Eyjafjarðarhringinn í fullum reykköfunarbúnaði til að minna á söfnun Hollvinasamtaka Sjúkrahússins á Akureyri.  

Klukkan 10 í fyrramálið verða Starfsmenn Slökkviliðs Akureyrar mættir í miðbæinn með flotann sinn og hefja þar gönguna. Þeir ganga hringinn frá Ráðhústorginu og að Hrafnagili yfir Laugarlandsveginn og svo austanmegin til Akureyrar. Leiðin er um 30 km. og reikna þeir með að vera á Ráðhústorginu um 16.00.  

Í tilkynningu segir að það væri mjög gaman að sjá sem flesta í ræsingunni og hjálpa þeim að gera þetta að frábærum degi.
 
Þá kemur fram að við sem samfélagsþegnar getum stutt við bakið á Hollvinum SAK með frjálsum framlögum.

Þeir sem vilja ganga til liðs við Hollvini SAK mega leggja fram frjáls framlög.
 
Reikningur 0565-14-405630
Kennitala 640216-0500 
 
Þetta er eyrnarmerktur reikningu fyrir þessa söfnun í eigu Hollvina SAk
 
Einnig má hringja í símanúmerin 

902-1001 ef þú vilt leggja málefninu 1000 kr

902-1003 ef þú vilt leggja málefninu 3000 kr

902-1005 ef þú vilt leggja málefninu 5000 kr

Upphæðin gjaldfærist af símareikningi þínum

Allur ágóði rennur til kaupa á ferðafóstru fyrir Sjúkrahúsið á Akureyri ferðafóstra er sjúkraflutningstæki fyrir nýbura og fyrirbura.  

 

  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744