Gautaborgarfarar fengu treyjur að gjöf

Stéttarfélagið Framsýn afhenti sl. föstudagskvöld unglingum í 3. flokki Völsungs og fararstjórum þeirra sem vour á leið til keppni erlendis treyjur að

Gautaborgarfarar fengu treyjur að gjöf
Almennt - - Lestrar 288

Stéttarfélagið Framsýn afhenti sl. föstudagskvöld unglingum í 3. flokki Völsungs og fararstjórum þeirra sem vour á leið til keppni erlendis treyjur að gjöf.

Unglingarnir sem eru á aldrinum 14 til 17 ára voru að leggja í spennandi keppnisferð til Svíþjóðar, nánar tiltekið til Gautaborgar á Gothia Cup.

Fótboltamótið er með stærri alþjóðlegum mótum sem haldin eru fyrir þennan aldurshóp og fara tæplega fjörutíu unglingar og fararstjórar frá Völsungi í ferðina. 

Síðustu tvö ár hafa unglingarnir með góðri aðstoð foreldra safnað fyrir ferðinni sem auk þess komu að því að skipuleggja ferðina sem tekur um vikutíma.

Völsungar á leið til Gautaborgar

Glaðbeittir Gautaborgarfarar.

Ljósmyndin er fengin af heimasíðu Framsýnar en þar má sjá fleiri myndir.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744