Gamla myndin-Veðursæld á Skjálfanda

Gamla myndin sem birtist að þessu sinni var tekin þann 1. september 2001, tíu dögum fyrir árásina á Tvíburaturnana í New York.

Gamla myndin-Veðursæld á Skjálfanda
Gamla myndin - - Lestrar 772

Baldur og Garðar á Palla ÞH. Ljósm. Hafþór.
Baldur og Garðar á Palla ÞH. Ljósm. Hafþór.

Gamla myndin sem birtist að þessu sinni var tekin þann 1. september 2001, tíu dögum fyrir árásina á Tvíburaturnana í New York.

Veðursæld var á Skjálfanda þann dag og birtist eftirfarandi frétt á fréttavef Morgunblaðsins:

"Það hafa fleyt­ur af öll­um stærðum og gerðum verið á ferð um Skjálf­anda í góða veðrinu í dag. Sjó­menn réru til fiskj­ar bæði at­vinnu­menn og áhuga­menn Hvala­skoðun­ar­bát­arn­ir fóru sín­ar ferðir að vanda. Skemmti­ferðaskipið Evr­ópa sem skráð er í Nassau á Bahma­eyj­um lá fyr­ir akk­er­um skammt fyr­ir utan  höfn­ina á Húsa­vík.  Vegna stærðar sinn­ar kemst það ekki að bryggju. Það var því mik­il um­ferð um höfn­ina þegar farþegar skips­ins voru ferjaðir í land á létta­bát­um þess.

Á milli sjö­tíu og átta­tíu farþegar af skip­inu stigu beint um borð í hvala­skoðun­ar­bát­inn Nátt­fara þegar að landi kom og héldu til hafs á ný, nú að skoða hvali út á fló­an­um.  Frétta­rit­ari Morg­un­blaðsins brá sér með Sig­ur­geiri Smára Harðar­syni, skip­stjóra á afla­skip­inu Nátt­fara ÞH 6, út að skip­inu til að taka mynd­ir.  Þess ber að geta að Nátt­fari ÞH 6 er ekki hvala­skoðun­ar­bát­ur­inn Nátt­fari sem getið var um hér að ofan held­ur hobbybát­ur þ.a.s. það má veiða í soðið á hon­um". 

Svo mörg voru þau orð en snúum okkur að gömlu myndinni sem tekin var úr Náttfara hans Geira Harðar og sýnir þá bræður úr Árholti, Baldur og Garðar Jónassyni, sem voru á sjóstöng á Palla ÞH 57.

Palli

Með því að smella á myndina, sem var tekin á fyrstu stafrænu myndavél ljósmyndarands og gæðin eftir því, má skoða hana í stærri upplausn. 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744