Gamla myndin - Vaskir snjóbrettakappar á toppi Húsavíkurfjalls

Gamla myndin þessa vikuna er frá því á þorranum 2002 og sýnir vaska snjóbrettakappa á toppi Húsavíkurfjalls.

Á toppnum í fimbufrosti.
Á toppnum í fimbufrosti.

Gamla myndin þessa vikuna er frá því á þorranum 2002 og sýnir vaska snjóbrettakappa á toppi Húsavíkurfjalls.

Myndin var tekin 25. janúar 2002 og birtist í Morgunblaðinu daginn eftir ásamt eftirfarandi myndatexta.

Þessir vösku snjóbrettakappar létu 14 stiga frost ekki aftra sér frá því að fara upp á topp Húsavíkurfjalls í gær.

Færið var eins og best verður á kosið til snjóbrettaiðkunar og sýndu þeir félagarnir Hreiðar Ófeigur Birgisson, Guðbjartur Benediktsson, Gunnar Óli Sölvason og Jón Ingi Sveinbjörnsson mikla fimi og allnokkra fífldirfsku þegar þeir stukku nokkrar ferðir í hengju í brún fjallsins áður en þeir brunuðu niður áleiðis í bæinn.

Hundurinn Skundi var með í för en var ekki á bretti þennan daginn og lét fjóra jafnfljóta bera sig niður fjallið. 

Gamla myndin

Snjóbrettapapparnir Hreiðar Ófeigur Birgisson, Guðbjartur Fannar Benedikstsson, Gunnar Óli Sölvason og Jón Ingi Sveinbjörnsson ásamt Skunda á toppi Húsavíkurfjalls.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744