Gamla myndin - Síđasti formlegi fundur Sögunefndar Húsavíkur

Gamla myndin sem hér birtist var tekin í októbermánuđi 2003 ţegar Sögunefnd Húsavíkur hélt sinn síđasta formlega fund.

Ţađ lá vel á sögunefndarmönnum.
Ţađ lá vel á sögunefndarmönnum.

Gamla myndin sem hér birtist var tekin í októbermánuđi 2003 ţegar Sögunefnd Húsavíkur hélt sinn síđasta formlega fund.

Ţađ lá vel á sögunefndarmönnum enda sáu ţeir fyrir endann á miklu verki sem veriđ hafđi í gangi í nokkra áratugi. 

Morgunblađiđ birti eftirfarandi frétt af ţessum sögulega fundi:

Ţađ lá vel á mönnum ţegar síđasti formlegi fundur Sögunefndar Húsavíkur var haldinn á dögunum enda sáu ţeir nú loks fyrir endann á miklu verki sem veriđ hefur í gangi í nokkra áratugi. Ţar er um ađ rćđa V. og síđasta bindi af Sögu Húsavíkur í ritstjórn Sćmundar Rögnvaldssonar sagnfrćđings og mun koma út nú fyrir jólin. Í ţessu bindi er m.a. fjallađ um verslun, ţjónustu, samgöngur og stétta- og starfsgreinafélög. Einnig verđur ţar ađ finna allar lykilskrár fyrir bindin fimm, ţ.e. heimildaskrá, nafnaskrár, atriđisorđaskrá og myndaskrá. Bindin fimm eru rúmlega 2000 blađsíđur og annar eins fjöldi ljósmynda prýđir verkin

Ađ sögn Guđna Halldórssonar, forstöđumanns Safnahúss Ţingeyinga og eins nefndarmanna í sögunefnd, hóf Karl Kristjánsson efnisöflun skömmu fyrir 1970 til ritverks um Sögu Húsavíkur. Upphaflega var gert ráđ fyrir ađ ţetta yrđi tveggja binda verk en ţegar Karl lést áriđ 1978 var 1. bindi óútkomiđ. Ţađ kom í hlut sonar hans, Kristjáns Karlssonar, og Ingimundar Jónssonar ađ sjá um útgáfuna á 1. bindi sem kom út áriđ 1981. Séra Björn H. Jónsson var ráđinn til ađ vinna ađ áframhaldi verksins og 1990 var Sćmundur Rögnvaldsson ráđinn ađ verkinu og vann hann úr efni ţví sem Björn og Karl höfđu safnađ, uppfćrđi og bćtti viđ. II. bindi Sögu Húsavíkur kom út 1998, III. bindi hennar 1999, IV. bindi 2001 og nú kemur út V. og síđasta bindi verksins. 

Fyrsti formlegi fundur Sögunefndar Húsavíkur var haldinn 16. febrúar 1988 og hafa einungis fimm menn átt sćti í henni frá upphafi. Ţađ eru ţeir Sigurjón Jóhannesson, Ţormóđur Jónsson og Guđni Halldórsson sem fylgja verkinu nú á lokasprettinum og áđur fyrr ţeir Jóhann Hermannsson og Finnur heitinn Kristjánsson.

Sögunefnd Húsavíkur 04102003

Reinhard Reynisson ţáverandi bćjarstjóri, Sigurjón Jóhannesson, Guđni Halldórsson, Sćmundur Rögnvaldsson og Ţormóđur Jónsson.

Međ ţví ađ smella á myndina er hćgt ađ skođa hana í stćrri upplausn.



  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744