Gamla myndin - Aðalsteinn Ísfjörð og Sigurður Hallmarsson

Gamla myndin að þessu sinni var tekin við setningu Sænskra daga í Sjóminjasafninu í júnímánuði árið 2005.

Gamla myndin að þessu sinni var tekin við setningu Sænskra daga í Sjóminjasafninu í júnímánuði árið 2005.

Hún sýnir harmonikuleikarana Aðalstein Ísfjörð og Sigurð Hallmarsson en þeir voru meðal húsvískra tónlistarmanna sem komu fram.

Morgunblaðið sagði svo frá:

Sænskir dagar til heiðurs landkönnuðinum Garðari Svavarssyni, Náttfara og hans fólki sem settist að í Þingeyjarsýslu voru settir formlega í Sjóminjasafninu á Húsavík sl. mánudag. Það var Reinhard Reynisson bæjarstjóri sem setti hátíðina sem mun standa fram á sunnudag og sagði m.a. þessa sænsku daga dæmi um birtingarform svokallaðrar menningartengdrar ferðaþjónustu. 

Við setninguna fluttu ávarp þeir Guðni Halldórsson, forstöðumaður Safnahússins á Húsavík, sem kom m.a. inn á sífellda nálægð þeirra Garðars og Náttfara í sínu ávarpi og Ulf Svenér, sendifulltrúi sænska sendiráðsins á Íslandi, sem m.a. skilaði kveðju frá Nóbel-bænum Karlskoga, vinabæ Húsavíkur í Svíþjóð. Þá fluttu húsvískir tónlistarmenn tónlistaratriði við athöfnina og spiluðu m.a. sænsk lög.

Annars er dagskrá Sænskra daga með ýmsum hætti, m.a. tilboð á sænskum vörum í verslunum bæjarins sem og sænskir réttir á matseðlum veitingahúsanna. Þá verður uppákoma við Hið íslenska reðasafn í vikunni og um helgina verður í boði landnámsferð vestur yfir Skjálfanda á söguslóðir Náttfara.

Aðalsteinn Ísfjörð og Sigurður Hallmarsson

Aðalsteinn Ísfjörð og Sigurður Hallmarsson skemmtu gestum með harmonikuleik í Sjóminjasafninu. 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744