Fyrsta deildartap Völsungs á heimavelli í sumar

Völsungur tók á móti Gróttu í enn einum toppslagnum í 2.deild karla síđastliđinn laugardag.

Fyrsta deildartap Völsungs á heimavelli í sumar
Íţróttir - - Lestrar 659

Guđmundur Óli skorar úr vítaspyrnu gegn Gróttu.
Guđmundur Óli skorar úr vítaspyrnu gegn Gróttu.

Völsungur tók á móti Gróttu í enn einum toppslagnum í 2.deild karla síđastliđinn laugardag.

Međ sigri gátu heimamenn komist upp fyrir Gróttu og ţví til mikils ađ vinna.

Bjarki Baldvinsson var í banni hjá heimamönnum sem virtust sakna hans, en gestirnir byrjuđu leikinn töluvert betur.

Ţegar manni fannst Völsungar vera ađ komast inn í leikinn spiluđu Gróttumenn snarpa skyndisókn sem endađi međ marki Axels Harđarsonar á 38.mínútu. 0-1.

Annađ reiđarslag kom rétt fyrir hálfleikinn, en Valtýr Michaelsson skorađi laglegt mark eftir heldur auđvelt uppspil gestanna á 43.mínútu. 0-2 fyrir Gróttu og stóđu leikar ţannig í hálfleik.

Ţađ var annađ ađ sjá til Völsungsliđsins í seinni hálfleik en ţeir ţrýstu Gróttuliđinu aftar á völlinn. Ásgeir Kristjánsson fékk vítaspyrnu á 53.mínútu sem Guđmundur Óli Steingrímsson skorađi úr. 1-2 og nćgur tími eftir til ađ jafna.

Völsungar sóttu stíft og mátti heyra trúnna í brekkunni međ ađ jöfnunarmark vćri á leiđinni. Broddur fór ţó úr sóknarleik heimamanna ţegar Ásgeir ţurfti ađ yfirgefa völlinn vegna meiđsla og gestirnir bćttu viđ mjög svo laglegu marki á 75.mínútu. Ţar var Pétur Árnason ađ verki. 1-3.

Ađalsteinn Jóhann Friđriksson minnkađi svo muninn á 89.mínútu og ţrátt fyrir ţunga pressu síđustu mínúturnar komust Völsungar ekki nćr. 2-3 tap stađreynd en ţetta var fyrsta deildartap Völsungs á Húsavíkurvelli í sumar.

Ţađ ţarf mikiđ ađ ganga upp til ţess ađ liđiđ geri tilkall til sćtis í Inkasso deildinni ađ ári. Fyrst og fremst ţurfa Völsungar ađ vinna sína leiki og vona svo hiđ besta. Völsungur er nú í 5. sćti međ 31 stig ţegar fjórar umferđir eru eftir. IBG

Hér koma myndir sem ljósmyndari 640.is tók á leiknum og međ ţví ađ smella á ţćr er hćgt ađ fletta ţeim og skođa í stćrri upplausn.

Völsungur - Grótta 2-3

Sigvaldi Ţór Einarsson.

Völsungur - Grótta 2-3

Ađalsteinn Jóhann Friđriksson.

Völsungur - Grótta 2-3

Ásgeir Kristjánsson.

Völsungur - Grótta 2-3

Eyţór Traustason.

Völsungur - Grótta 2-3

Bergur Jónmundsson.

Völsungur - Grótta 2-3

Freyţór Hrafn Harđarson.

Völsungur - Grótta 2-3

Guđmundur Óli Steingrímsson.

Völsungur - Grótta 2-3

Boltinn í netinu hjá Gróttu.

Völsungur - Grótta 2-3

Aron Dagur Birnuson.

Völsungur - Grótta 2-3

Elvar Baldvinsson.

Völsungur - Grótta 2-3

Guđmundur Óli sćkir ađ marki gestanna.

Völsungur - Grótta 2-3

Sćţór Olgeirsson skallar ađ marki gestanna.

Völsungur - Grótta 2-3

Travis Niclaw og Rúnar Ţór Brynjarsson tv. í teig gestanna.

Völsungur - Grótta 2-3

Halldór Mar Einarsson.

Völsungur - Grótta 2-3

Ólafur Jóhann Steingrímsson.



  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744