Friðgeir óskar eftir tilnefningum á Þingeyingi/Húsvíkingi ársins 2023

Friðgeir Bergsteinsson hefur undanfarin ár staðið fyrir skemmtilegum leik á Fésbókarsíðunni Húsavík fyrr og nú þar sem valinn var Þingeyingur/Húsvíkingur

Friðgeir Bergsteinsson.
Friðgeir Bergsteinsson.
Friðgeir Bergsteinsson hefur undanfarin ár staðið fyrir skemmtilegum leik á Fésbókarsíðunni Húsavík fyrr og nú þar sem valinn var Þingeyingur/Húsvíkingur ársins.
 
Friðgeir hyggst halda þessum leik áfram og óskar eftir tilnefningum á Þingeyingi/Húsvíkingi ársins 2023.
 
Kæru Þingeyingar, Húsvíkingar og aðrir!
 
Gleðilega aðventu. Vika í jólin & heldur betur styttist í að árið sé að renna sitt skeið.
 
Langar mig að þið fylgjendur á þessari síðu sendið mér ykkar tillögur að Þingeyingi/Húsvíkingi ársins 2023. Það má vera einhver sem ykkur finnst eiga það skilið eða hefur skarað framúr í sínu starfi eða í sínum verkefnum á árinu.
 
Datt í hug örlítið uppfært snið frá fyrri árum. Fólk sendir inn tillögur sínar af Húsvíkingi/Þingeying ársins eins og venjulega og með góðum rökstuðningi. Þau þrjú efstu verða svo sett í netkosningu þar sem fólk getur valið á milli þeirra og séð smá textaklausu um hvert og eitt þeirra (hvað viðkomandi afrekaði á árinu o.s.frv.
 
Endilega sendið póst á netfangið mitt, fridgeirb@gmail.com eða einkapóst hér á facebook. Allar ábendingar er 100% trúnaður.
Þetta gildir til 31.desember 2023! Hlakka til að heyra frá ykkur".
 
Svo strax 1.janúar mun koma nýr status og fyrstu 3 sætin verða opinberuð en ekki í réttri röð og þá kjósið þið af þessum 3 sem þið viljið fá sem Húsvíking/Þingeying ársins 2023.
 
Í vinning er: Gisting fyrir 2 með morgunmat á Hótel Laugum Reykjadal og síðan ætlar Salka Veitingahús að gefa gjafabréf fyrir 2 út að borða. Þakka ég þeim báðum fyrirtækjum kærlega fyrir gjafirnar.
 
Ég mun tilkynna sigurvegarann og veita þessi verðlaun á Þorrablótinu á Húsavík 20. janúar 2024.
 
Síðustu árin hafa þessir borið titilinn Húsvíkingur/Þingeyingur ársins:
2021: Hjálmar Bogi Hafliðason
 

  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744