Framsýn fordæmir afskipti forstjóra Hvals hf. af séttarfélagsaðild starfsmanna sinna

Framsýn stéttarfélag fordæmir afskipti forstjóra Hvals hf. af stéttarfélagsaðild starfsmanna sinna og krefst þess að fyrirtækið láti af þeim nú þegar.

Framsýn stéttarfélag fordæmir afskipti forstjóra Hvals hf. af stéttarfélagsaðild starfsmanna sinna og krefst þess að fyrirtækið láti af þeim nú þegar.

Framsýn stéttarfélag fordæmir afskipti forstjóra Hvals hf. af stéttarfélagsaðild starfsmanna sinna og krefst þess að fyrirtækið láti af þeim nú þegar.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Framsýn sendi frá sér í morgun og er svohljóðandi:

Samkvæmt framkomnum yfirlýsingum frá Verkalýðsfélagi Akraness er starfsmönnum Hvals hf.  gert að standa utan þess félags. Að mati Framsýnar er um að ræða skýrt brot á 4. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur, en skv. því ákvæði er atvinnurekendum óheimilt að hafa áhrif á félagsaðild og stjórnmálaskoðanir starfsmanna sinna.

Fyrir liggur að nýverið vann Verkalýðsfélag Akraness mál fyrir Hæstarétti gegn Hval hf. þar sem fyrirtækið var dæmt til að greiða starfsmanni 512 þús. kr. vegna brota á kjarasamningi. Viðbrögð forstjóra Hvals við því eru vægast sagt barnaleg. Hafi það farið fram hjá honum þá  er sá tími löngu liðinn að einstök fyrirtæki geti tekið sér vald, æðra Alþingi Íslendinga og ákveðið eigin lög og reglur á íslenskum vinnumarkaði.

Framsýn stéttarfélag fagnar því að Verkalýðsfélag Akraness ætli að stefna Hval hf. enda ólíðandi með öllu að grafið sé undan réttindum íslenskrar verkalýðshreyfingar með svo ósvífnum hætti. 

              Það er enginn svo stór að hann sé hafinn yfir lög og reglur á Íslandi.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744