Forsetarúin afhjúpaði Bleiku slaufuna

Líkt og undanfarin 10 ár tileinkum við októbermánuð baráttunni gegn krabbameini í konum undir merkjum Bleiku slaufunnar.

Forsetarúin afhjúpaði Bleiku slaufuna
Fréttatilkynning - - Lestrar 486

Líkt og undanfarin 10 ár tileinkum við októbermánuð baráttunni gegn krabbameini í konum undir merkjum Bleiku slaufunnar.

Í ár er sjónum beint að algengasta krabbameini íslenskra kvenna – brjóstakrabbameini. Hér á landi greinist kona með brjóstakrabba-mein á um 40 klukkustunda fresti árið um kring.

Margt hefur áunnist í baráttunni gegn brjóstakrabbameini á undanförnum árum. Lífslíkur hafa til að mynda aukist til muna. Þannig geta 90% kvenna sem greinast með brjóstakrabbamein nú vænst þess að lifa lengur en fimm ár. Um 3.000 konur eru á lífi í dag sem greinst hafa með brjóstakrabbamein. Það er hins vegar lífsnauðsynlegt að gera enn betur: Enn látast um 40 konur úr sjúkdómnum á hverju ári.

Öflugasta vopnið í baráttunni gegn brjóstakrabbameini er skipuleg leit sem til að finna krabbamein á byrjunarstigi þegar lækning er möguleg. Brýn þörf er á að endurnýja tækjabúnað til skipulegrar leitar og er söfnunarfé Bleiku slaufunnar , varið til endurnýjunar tækja.

 Bleika slaufan er að þessu sinni hönnuð af Lovísu og Unni Eir gullsmiðum. Form slaufunnar táknar stuðningsnetið sem mikilvægast er þeim konum sem greinast með krabbamein - fjölskylduna og samfélagið. Slaufan kostar 2.000 krónur.

Fimmtudagskvöldið 29. september verður svo Bleika boðið haldið kl. 20:00 á 1.hæð í Kringlunni á góðgerðardegi Kringlunnar „Af öllu hjarta“ þar sem verslanir gefa 5% af allri veltu dagsins til verkefnisins og selja slaufur auk þess að bjóða margvíslega afslætti til viðskiptavina. Kringlan er opin 10-22 í tilefni dagsins.

Dagskráin hófst með því að forsetafrú Eliza Reid afhjúpaði slaufuna við athöfn í Kringlunni. Tolli málar listaverk með leikskólabörnum „Mynd fyrir mömmu“ frá kl. 13. Lalli töframaður og Ævar vísindamaður skemmta börnunum kl. 17 og kl: 20 stíga á stokk fjöldi listamanna og þar á meðal eru Ari Eldjárn, Kristjana Stefáns og krakkar úr Bláa hnettinum, Gréta Salóme, Glowie, Þórunn Erna Clausen ásamt Unni Söru Eldjárn og Margréti Arnardóttur. Friðrika Hjördís eða Rikka fjölmiðlakona kynnir dagskrána. Allir eru hjartanlega velkomnir. 

Bleika slaufan er seld á fjölda sölustaða án nokkurrar álagningar. Söluandvirðið rennur því óskipt til söfnunar Krabbameinsfélags Íslands. Sölustaði Bleiku slaufunnar má finna á www.bleikaslaufan.is

Bleika slaufan

Á myndini er Eliza Reid forsetafrú sem afhenti fimm konum sem greinst hafa með brjóstakrabbamein fyrstu bleiku slaufurnar: þær eru í miðjunni og Eliza Reid ásamt Sigrúnu Gunnarsdóttir til hægri og til vinstri eru Lovísa og Unnur Eir hönnuðir Bleiku slaufunnar 2016.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744