Fór að mála á Íslandi

Ilona Laido, tónlistarkennari og organisti, opnaði í dag málverkasýningu í Safnahúsinu á Húsavík.

Fór að mála á Íslandi
Almennt - - Lestrar 368

Ilona við eitt verka sinna á sýningunni.
Ilona við eitt verka sinna á sýningunni.

Ilona Laido, tónlistarkennari og organisti, opnaði í dag málverka-sýningu í Safnahúsinu á Húsavík. 

Þar sýnir hún 73 akrílmálverk sem hún hefur málað að undanförnu.

lona, sem er fædd árið 1964 í Tallinn í Eistlandi, kennir við Tónlistarskóla Húsavíkur og spilar í Húsavíkurkirkju ásamt því að stjórna kirkjukórnum.

Ilona segir það hafa verið fyrir algera tilviljun að hún flutti til Húsavíkur en hingað kom hún haustið 2018. Fyrst um sinn leigði hún íbúð Önnu Ragnarsdóttur og Ásgeirs Kristjánssonar við Garðarsbraut þar sem hún sat eitt sinn og sá fallegt listaverk uppi á vegg. 

Hún hugsaði með sér að þetta gæti hún gert og upp frá því hefur hún fengist við listsköpun og er sjálfsmenntuð í málaralistinni. Ilona segist gjarnan taka ljósmyndir sem hún velti síðan fyrir sér og máli svo eftir þeim.

Ilona starfar einnig sem tónlistarkennari í Mývatnssveit. Hún ferðast því talsvert á milli Húsavíkur og Mývatnssveitar og þar er ýmislegt myndefnið sem fangar hana og endar jafnvel á striga.

Veturinn í vetur gerði það að verkum að hún var afar iðin og dugleg að mála eins sjá má á sýningunni sem hún kallar Born in Iceland. Ilona segist elska íslenskt landslag, hafið og íslenska vatnið og bera myndir hennar nokkuð þess merki en eins og áður segir eru 73 myndir á sýningunni. 

Sýningin, sem stendur til 27. maí, er sölusýning og hluti af söluhagnaði rennur í Velferðarsjóð Þingeyinga.

Ljósmynd 640.is

Ilona Ladio við nokkur verka sinna á sýningunni.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744