Fjöruhreinsun við Ærvíkurbjarg

Á dögunum sameinuðust nokkrir starfsmenn Norðursiglingar og annarra hvalaskoðunarfyrirtækja á Húsavík um að hreinsa plast úr fjörunni neðan við

Fjöruhreinsun við Ærvíkurbjarg
Almennt - Hafþór Hreiðarsson - Lestrar 475

Nokkur hundruð kíló af plastúrgangi söfnuðust.
Nokkur hundruð kíló af plastúrgangi söfnuðust.

Á dögunum sameinuðust nokkrir starfsmenn Norðursiglingar og annarra hvalaskoðunarfyrirtækja á Húsavík  um að hreinsa plast úr fjörunni neðan við Ærvíkurbjarg í landi Laxamýrar.

Með þeim voru nemar við Rannsóknarsetur Háskóla Íslands.

Að sögn Valdimars Halldórssonar framkvæmdarstjóra Norðursiglingar voru flestir þeirra sem þátt tóku erlendir leiðsögumenn og nemar. Þetta er annað sumarið í röð sem slík plasthreinsun á sér stað hjá starfsfólki hvalaskoðunarfyrirtækjanna en í fyrra var Eyvíkurfjara á Tjörnesi hreinsuð af plasti.

Allir sem tóku þátt unnu í sjálfboðavinnu og lögðu sjálfir til bíla og útbúnað. Stór hluti þess plasts sem fjarlægt var reyndist vera ýmiskonar veiðarfæri en einnig ýmislegt annað plast. 

Nokkur hundruð kíló af plastúrgangi söfnuðust og var úrgangurinn fluttur á kerru að vinnusvæði Íslenska Gámafélagsins á Húsavík. Gámafélagið var mikilvægur þátttakandi í verkefninu og sá um að eyða plastinu án endurgjalds.

Fjöruhreinsun

Fjöruhreinsun

Fjöruhreinsun


  • Steinsteypir

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744