Fjölmenni á hrútasýningu í Skansinum

Mikið fjölmenni var samankomið í Skansinum við Hvalasafnið á Húsavík í gærkvöldi þegar Fjáreigendafélag Húsavíkur í samráði við Karlakórinn Hreim og

Fjölmenni á hrútasýningu í Skansinum
Almennt - - Lestrar 772

Verðlaunahrútarnir Brúsi og Bjartur.
Verðlaunahrútarnir Brúsi og Bjartur.

Mikið fjölmenni var samankomið í Skansinum við Hvalasafnið á Húsavík í gærkvöldi þegar Fjáreigendafélag Húsavíkur í samráði við Karlakórinn Hreim og Kaðlín handverkshús stóðu fyrir skemmtilegri og þjóðlegri dagskrá á Mærudögum 

Boðið var upp á söng, fallegt handverk og magnaða hrútasýningu sem sveitarrstjóri Norðurþins, Kristján Þór Magnússon stjórnaði af miklum myndarskap.

Eftir hörku og tilfinningaríka keppni úrskurðuðu dómarar keppninnar að hrúturinn Rósi úr Grobbholti, sem sumir kalla Snobbholt, væri fallegasti hrúturinn en hann er tveggja ára hrútur ættaður úr Leifsstöðum úr Öxarfirði.

Hann fékk hins vegar ekki verðlaun kvöldsins heldur hrútarnir Brúsi í eigu Aðalsteins Ólafssonar og Bjartur í eigu Guðrúnar Viðar en þeir stóðu jafnir efstir unghrúta í keppninni.  

Þessi viðburður Mærudaga dregur jafnan að sér fjölda gesta, ekki síst erlendra gesta sem skemmtu sér vel yfir tilburðum gestgjafana frá Húsavík.

Fjör í Skansinum á Hrútasýningu

Karlakórinn Hreimur söng nokkur lög í Skansinum.

Fjör í Skansinum á Hrútasýningu

Hvað hefur Guðmundur í Fagraneskoti nú sagt.

Fjör í Skansinum á Hrútasýningu

Sigurður Ágúst í Skarðaborg og Guðmundur Ágúst í Fagraneskoti dæmdu hrútana sem fyrr.

Fjör í Skansinum á Hrútasýningu

Hrútasýningin dregur jafnan að sér fjölda gesta.

Fjör í Skansinum á Hrútasýningu

Gaman á hrútasýningunni.

Fjör í Skansinum á Hrútasýningu

Handverkshúsið Kaðlín var með tískusýningu.

Fjör í Skansinum á Hrútasýningu

Fjölmenni í Skansinum á Hrútasýningunni.

Fjör í Skansinum á Hrútasýningu

Sigurhrútarnir Brúsi og Bjartur ásamt eigendum sýnum. Bræðurnir Trausti og Torfi Aðalsteinssynir halda í hrútana.

Með því að smella á myndirnar er hægt að fletta þeim og skoða í stærri upplausn.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744