Ferðamannavertíðin hafin í Saltvík

Ferðamannavertíðin 2019 er hafin hjá hestaferðafyrirtækinu Saltvík en þetta er 26. starfsár fyrirtækisins.

Ferðamannavertíðin hafin í Saltvík
Almennt - Hafþór Hreiðarsson - Lestrar 213

Útreiðar eru vinsælar vetur, sumar vor og haust.
Útreiðar eru vinsælar vetur, sumar vor og haust.

Ferðamannavertíðin 2019 er hafin hjá hestaferðafyrirtækinu Saltvík en þetta er 26. starfsár fyrirtækisins.

Í liðinni viku dvöldu tólf gestir í Saltvík og stunduðu útreiðar í nágrenni Húsavíkur og við Mývatn.

Saltvík

Að sögn Bjarna Páls Vilhjálmssonar í Saltvík eru haust- og vetrarferðir fyrirtækisins að verða sífellt vinsælli og þessi vinsæla afþreying og útivist sem hestamennska er víða um heim dragi sífellt fleiri ferðamenn til Norðurþings jafnt sumar sem vetur. 

“Þessir gestir eru yfirleitt allan sinn dvalartíma á Íslandi í Þingeyjarsýslum og njóta ýmisskonar þjónustu sem aðilar í héraðinu hafa upp á að bjóða auk hestaferðanna frá Saltvík.  

Sumarið er mjög vel bókað hjá okkur og orðið fullt í flestar ferðir frá Saltvík sem taka þetta  5 til 9 daga hver um sveitir og heiðar Þingeyjarsýslna sem og hálendi Íslands” Sagði Bjarni Páll í spjalli við 640.is.

Saltvík

Þess má geta að gestirnir koma og fara um Húsavíkurflugvöll og kaupir Saltvík um 500 flugsæti af Flugfélaginu Erni árlega og leggur þannig sitt af mörkum til að viðhalda öflugum flugsamgöngum til Húsavíkur.


  • Steinsteypir

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744