Farsælt samstarf Hvalasafnsins og Bandaríska sendiráðsins

Valdimar Halldórsson og Huld Hafliðadóttir, starfsmenn Hvalasafnsins, áttu í gær góðan fund með sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Robert C. Barber.

Robert C. Barber og Huld Hafliðadóttir.
Robert C. Barber og Huld Hafliðadóttir.

Valdimar Halldórsson og Huld Hafliðadóttir, starfsmenn Hvalasafnsins, áttu í gær góðan fund með sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Robert C. Barber.

Á heimasíðu Hvalasafnsins segir að safnið hafi undanfarin misseri átt í góðu samstarfi við Bandaríska sendiráðið, en síðastliðinn vetur tók sendiráðið þátt í að styrkja samstarfsverkefni Hvalasafnsins á Húsavík og Hvalveiðisafnsins í New Bedford í Bandaríkjunum.

Verkefnið, sem ber heitið Connecting Coastal Communties, miðar að því að tengja saman ólík strandsamfélög beggja vegna Atlantshafsins í gegnum safnasamstarf og ungmennaskipti. Á fundinum þakkaði starfsfólk safnsins formlega fyrir stuðninginn við verkefnið, en slíkur stuðningur er safninu og fræðslustarfi þess afar mikilvægur.

Í lok fundar færði Huld Robert þakkargjöf sem þátttakendur í verkefninu áttu þátt í að útbúa.

Þá kom einnig fram á fundinum einlægur vilji beggjað aðila til áframhaldandi samstarfs. (hvalasafn.is)


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744