Engin hátíðarhöld á Húsavík 1. maí

Fram kemur á vef Framsýnar í dag að vegna sóttvarnarreglna hafi stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum ákveðið að fella niður formleg hátíðarhöld 1. maí, það er

Engin hátíðarhöld á Húsavík 1. maí
Almennt - - Lestrar 132

Frá hátíðarhöldunum 1. maí 2018.
Frá hátíðarhöldunum 1. maí 2018.

Fram kemur á vef Framsýnar í dag að vegna sóttvarnarreglna hafi stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum ákveðið að fella niður formleg hátíðarhöld 1. maí, það er á  baráttudegi verkafólks. 

Þetta var ákveðið á sameiginlegum fundi félaganna í gær en hátíðarhöldin hafa lengi verið haldin í Íþróttahöllinni á Húsavík.

Þess í stað skora stéttarfélögin á félagsmenn að njóta dagsins í faðmi fjölskyldunnar um leið og menn hafi það í huga að þau réttindi sem við búum við í dag komu ekki af sjálfu sér.

Fyrir þeim börðust forfeður okkar sem við stöndum í þakkarskuld við. Að sjálfsögðu er svo skorað á alla sem það geta að flagga 1. maí.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744