Dagur jákvćđs aga á baráttudegi gegn einelti

Alţjóđlegur baráttudagur gegn einelti í dag 8. nóvember.

Dagur jákvćđs aga á baráttudegi gegn einelti
Almennt - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 113 - Athugasemdir (0)

Alţjóđlegur baráttudagur gegn einelti í dag 8. nóvember.

Á vef Menntamálastofnunar segir:

Menntamálastofnun minnir á DAG GEGN EINELTI 8. nóvember nk., sem helgađur er baráttunni gegn einelti í skólum.

Börnin okkar eiga rétt á ţví ađ líđa vel í skóla. Jákvćđur skólabragur skiptir sköpum fyrir líđan og starfsgleđi nemenda og starfsfólks og getur haft sömu áhrif og besta forvarnarstarf. Til ţess ađ svo megi vera ţurfum viđ öll ađ leggja okkur fram og leggja áherslu á virđingu, samkennd, jákvćđ samskipti og skilning.

Hér á Húsavík (og víđar) halda leikskólinn Grćnuvellir og Borgarhólsskóli dag jákvćđs aga ţennan sama dag.

Á Grćnuvöllum var í tilefni dagsins myndađur vinahringur úti í garđi, börnin föndruđu og gáfu bćjarbúum hjörtu, auk ţess sem elstu nemendur leikskólans gerđu myndband.

Í myndbandinu segja ţau frá lausnahjólinu sem viđ notum til ađ finna lausnir á málum sem koma upp og ţarfnast lausna. Ţannig lćra ţau ađ leysa úr vandamálum sjálf á lýđrćđislegan hátt auk ţess sem ţau lćra ađ ţađ er hćgt ađ finna lausnir og ţađ er mikilvćgt ađ leysa mál. Lausnahjóliđ er mikilvćgt verkfćri í skólastarfinu okkar og eru börnin á öllum aldri dugleg ađ nýta sér ţađ.

Hér er hćgt ađ skođa myndbandiđ

 640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744