Creative Momentum - Skapandi kraftur til framtíðar!

Menningarráð Eyþings er þátttakandi í verkefninu Creative momentum, sem hefur að markmiði að tengja og varpa ljósi á þann auð sem listir og skapandi

Creative Momentum - Skapandi kraftur til framtíðar!
Fréttatilkynning - - Lestrar 370

Menningarráð Eyþings er þátttakandi í verkefninu Creative momentum, sem hefur að markmiði að tengja og varpa ljósi á þann auð sem  listir og skapandi greinar búa yfir á norðurjaðri Evrópu. 

Verkefninu hefur  verið tryggð fjármögnun upp á 2 milljónir evra til þriggja ára.

Sex stofnanir í fimm löndum, Svíþjóð, Íslandi, Finnlandi, Norður Írlandi og Írlandi eru þátttakendur í verkefninu sem er  fjármagnað af Norðurslóðaáætlun Evrópusambandsins.

Creative Momentum mun styðja listamenn, hönnuði og fyrirtæki í skapandi greinum í að: þróa hæfileika sína á sviði sköpunar og reksturs og þróa nýjar vörur/þjónustu, þróa ný tækifæri í heimabyggð og á milli landa með því að tengja saman skapandi einstaklinga, koma vörum og þjónustu á markað.

Kynning á verkefninu og möguleikum sem felast í samstarfinu og skapandi krafti á Norðurlandi eystra verður haldinn í Ketilhúsinu á Akureyri fimmtudaginn 11. febrúar kl. 17. 

Á vefsíðu verkefnisins www.mycreativeedge.eu hafa 570 fyrirtæki í skapandi greinum nú þegar birt upplýsingar um starfssemi sína og nú gefst einstaklingum og fyrirtækjum innan lista og skapandi greina á Norðurlandi eystra einnig tækifæri til að skrá sig á þessum vettvangi. MyCreativeEdge vefurinn verður þróaður frekar á verkefnistímanum, meðal annars til að auka aðgengi á alþjóðlega markaði. Á síðunni verða einnig upplýsingar um stuðning sem í boði verður á vegum verkefnisins.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744