Búið að troða braut í Reyðarárhnjúknum - Fjölskyldudagur á annann í páskum

Búið er að troða í Reyðarárhnjúknum og hægt að skíða þar þó engin sé lyftan enn sem komið er á þessu framtíðarskíðasvæði húsvíkinga.

Frá móti í Reyðarárhnjúknum 2005.
Frá móti í Reyðarárhnjúknum 2005.

Búið er að troða í Reyðarárhnjúknum og hægt að skíða þar þó engin sé lyftan enn sem komið er á þessu framtíðarskíðasvæði húsvíkinga.

Á annan í páskum verður fjölskyldudagur í hnjúknum, Björgunarsveitin Garðar verður á svæðinu með þrjá vélsleða til að draga þá sem það vilja upp og síðan skíða þeir niður.

Frá móti í Reyðarárhnjúknum 2005
 
Meðfylgjandi myndir tók Sæunn Björnsdóttir árið 2005 þegar mót var haldið í Reyðarárhnjúknum.  Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í stærri upplausn.
 

  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744