Borgarhólsskóli settur í blíðunni

Borgarhólsskóli á Húsavík var settur síðastliðinn mánudag á einum besta degi sumarins. Það eru fyrirhugaðar breytingar á og í skólastarfinu í anda

Borgarhólsskóli settur í blíðunni
Almennt - - Lestrar 315

Borgarhólsskóli á Húsavík
Borgarhólsskóli á Húsavík

Borgarhólsskóli á Húsavík var settur síðastliðinn mánudag á einum besta degi sumarins. Það eru fyrirhugaðar breytingar á og í skólastarfinu í anda teymiskennslu. Alls hefja 291 nemandi skólaárið að þessu sinni en haustið 2010 voru þeir 311. Við skólann starfa 57 einstaklingar en við upphaf sama skólaár voru þeir 64.

   Teymisvinnan sem skólinn hyggst innleiða byggir á hugmyndum um dreifða forystu en slíkir starfhættir eru taldir ýta undir hlutdeild og virkni starfsmanna varðandi skólaþróun. Vinna í teymi á að vera drifinn áfram af sameiginlegri sýn þeirra starfsmanna sem hrinda eiga verkefnum í framkvæmd. Með teymisvinnu er ætlun skólastjórnenda að nýta áhugasvið og sérþekkingu hvers starfsmanns fyrir teymi og nemendur.

   Það má segja að teymiskennsla feli í sér hagræðingu í skólastarfinu en breytingarnar eru ekki eingöngu þess eðlis heldur tilgangurinn að bæta nám hvers nemanda enda segir Þórgunnur Reykjalín, skólastjóri það vera skylda okkar að horfa stöðugt til þess hvernig við getum bætt nám nemenda okkar.  Heimurinn allur er að taka miklum breytingum og við verðum að fylgja með til að skapa nemendum okkar.

   Skólinn hefur að leiðarljósi Lífsleikniskútuna. Þórgunnur telur hana hafa staðist tímans tönn afar vel og í takt við Aðalnámskrá grunnskóla. Markmið skútunnar er að nemendur tileinki sér þau átta gildi sem þar eru upptalin og einnig uppeldisstefnuna Jákvæður agi sem er sú stefna sem gengið er útfrá í Borgarhólsskóla.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744