Bókin heim

Bókasafnið á Húsavík býður upp á tvær leiðir fyrir aldraða og aðra sem sökum langvarandi veikinda og/eða fötlunar eiga erfitt með að koma á safnið.

Bókin heim
Almennt - - Lestrar 367

Bókin heim
Bókin heim

Bókasafnið á Húsavík býður upp á tvær leiðir fyrir aldraða og aðra sem sökum langvarandi veikinda og/eða fötlunar eiga erfitt með að koma á safnið.

"Bókin heim er önnur leiðin og fer þannig fram að við hringjum í lánþega annan hvern miðvikudag og tökum stöðuna, hvort við-komandi vilji fá sendingu, hvað mikið, í hvaða formi (bók/hljóðbók/tímarit) og hvort það sé einhver sérstök bók sem viðkomandi hefur áhuga á. 

Föstudaga í sömu vikum keyra svo konur úr Soroptimistaklúbbnum bækurnar til viðkomand og skipta á pokum en bækurnar eru sendar heim í taupokum sem soroptimistakonur saumuðu fyrir safnið". Sagði Kristín Magnúsdóttir bókavörður í samtali við 640.is.

Hin leiðin er tiltektarþjónustu sem virkar þannig að ef viðkomandi kemst ekki í safnið en getur látið sækja fyrir sig þá er ekkert mál að hringja í okkur, láta vita hvaða efni viðkomandi vill. Við tökum það síðan til og það er sótt". Segir Kristín og tekur fram að báðar þessar leiðir eru lánþegum að kostnaðarlausu.

Annars er það helsta að frétta af safninu þessa dagana að föstudaginn 14. nóvember, á Degi íslenskrar tungu, opnaði ljóðasýningin Ljóð unga fólksins sem er samstarfsverkefni Bókasafnsins og unglingadeildar Borgarhólsskóla í tilefni Dags íslenskrar tungu. Sýningin stendur til 28. nóvember. 

Þá eru jólabækurnar farnar að streyma á safnið og unnið er að desemberdagsskránni.

"Við ætlum að reyna að hafa jólastemningu allan desember. 2. desember setjum við upp bókajólatréð verður en það búum við til úr bókum og hefur það vakið mikla lukku hjá gestum safnsins undan farin ár. Þá stefnum við á okkar árlega jólabókaupplestur fimmtudaginn 11. desember en þar myndast oft skemmtileg stemning þegar lesið upp úr nokkrum nýútkomnum bókum við kertaljós og kósýheit". Sagði Kristín að lokum.

Diddý

Kristín bókavörður tekur til bækur í poka sem síðar er keyrt heimtil lánþega. 

 

 




  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744