Bleikar og bláar heyrúllur munu prýđa tún á landsbyggđinni í sumar

Í fyrrasumar sló uppátćkiđ ,,Bleikar heyrúllur" í gegn en um var ađ rćđa átak bćnda, dreifingarađila og framleiđanda heyrúlluplasts um ađ minna á árvekni

Bleikar og bláar heyrúllur munu prýđa tún á landsbyggđinni í sumar
Fréttatilkynning - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 205 - Athugasemdir (0)

Í fyrrasumar sló uppátćkiđ ,,Bleikar heyrúllur" í gegn en um var ađ rćđa átak bćnda, dreifingarađila og framleiđanda heyrúlluplasts um ađ minna á árvekni um brjóstakrabbamein og styrkja málefniđ á sama tíma.

Framleiđandinn Trioplast, innlendir dreifingarađilar og bćndur, lögđu samtals fram andvirđi ţriggja evra af hverri seldri bleikri plastrúllu sem hver dugir á 26 bleikar heyrúllur á túni ef vafiđ er sexfalt. 900 ţúsund krónur söfnuđust í átakinu sem notađar voru til endurnýjunar tćkja til brjóstamyndatöku í Leitarstöđ Krabbameinsfélagsins. 

Bláar rúllur til styrktar rannsóknum á blöđruhálskrabbameini

Nú í sumar munu bláar heyrúllur einnig verđa sjáanlegar á túnum á landsbyggđinni og er markmiđiđ međ sölu bláa heyrúlluplastsins ađ minna á árvekni um blöđruhálskrabbamein. Ţrjár evrur af sölu hverrar bleikrar rúllu munu renna til vísindasjóđs Krabbameinsfélagsins og rannsókna á brjóstakrabbameini og ađ sama skapi munu ţrjár evrur af sölu hverrar blárrar rúllu renna til vísindasjóđs Krabbameinsfélagsins og rannsókna á blöđruhálskrabbameini.

Hugmynd viđskiptavinar Trioplast

Upprunalega hugmyndin er frá viđskiptavini framleiđanda heyrúlluplastsins, Trioplast, á Nýja Sjálandi sem bađ um bleikt rúlluplast til ađ minna á árvekni vegna brjóstakrabbameins. Í framhaldinu voru gerđar tilraunir međ bleika litinn og tryggt ađ hann stćđist ítrustu kröfur bćnda. Nú ţegar hafa bleikar heyrúllur hafiđ innreiđ sína í Noregi, Svíţjóđ, Ţýskalandi, Nýja-Sjálandi, Sviss, Bretlandi og Írlandi og fjölda annarra landa og vakiđ mikla athygli.

Ţátttakendur í átakinu bleik og blá rúlla

Framleiđandi heyrúlluplastsins er Trioplast en fyrirtćkiđ er sćnskt og hafa vörur félagsins veriđ til sölu á Íslandi í meira en 20 ár. Umbođsađili Trioplast á Íslandi, Plastco hf. hefur umsjón međ verkefninu. Dreifingarađilar eru Kaupfélag Skagfirđinga, Bústólpi, Sláturfélag Suđurlands, Kaupfélag Vestur-Húnvetninga, Kaupfélag Borgfirđinga, Kaupfélag Steingrímsfjarđar og KM ţjónustan Búđardal. Bćndur geta allir tekiđ ţátt međ ţví ađ nálgast bleikt og blátt heyrúlluplast hjá dreifingarađilum. 

Myndasamkeppni 

Merktu ţína mynd #bleikrulla eđa #blarulla. Í tilefni af ţessu skemmtilega frumkvćđi bćnda og dreifingarađila verđur haldin myndasamkeppni á Instagram um skemmtilegustu og frumlegustu myndirnar. Öllum er velkomiđ ađ taka ţátt og vekja athygli á mikilvćgu málefni.

Brjóstakrabbamein og blöđruhálskrabbamein 

Um 200 konur greinast á hverju ári og ein af hverjum níu fćr brjóstakrabbamein einhvern tíma á lífsleiđinni. Ţađ er eitt fárra krabbameina sem hćgt er ađ greina á byrjunarstigum međ skipulagđri leit. Allar konur á aldrinum frá 40 til 69 ára fá bođ frá Leitarstöđ Krabbameinsfélagsins um ađ mćta í leit ađ brjóstakrabbameini á tveggja ára fresti.

Um 200 karlmenn greinast árlega međ blöđruhálskrabbamein og er međalaldur viđ greiningu um 70 ár. Blöđruhálskirtill er líffćri á stćrđ viđ valhnetu og hefur svipađa lögun. Oft veldur blöđruhálskirtilskrabbamein engum einkennum. Stćkki meiniđ getur ţađ ţrýst á ţvagrásina og valdiđ einkennum. Engin skipuleg leit hefur veriđ ađ krabbameini í blöđruhálskirtli, hvorki hérlendis né í nágrannalöndum. Ástćđan er sú ađ ţađ próf sem hefur veriđ stuđst viđ hingađ til, svokölluđ PSA-mćling, uppfyllir ekki kröfur um skimunarpróf.

Karlmenn sem eru međ einkenni frá ţvagvegum, eru međ ćttarsögu um sjúkdóminn eđa komnir yfir fimmtugt og vilja fá upplýsingar um PSA-mćlingu er ráđlagt ađ panta tíma hjá heimilislćkni eđa ţvagfćraskurđlćkni. Einnig er velkomiđ ađ hringja í starfsmenn Ráđgjafarţjónustunnar í síma 800 4040 kl. 9:00-16:00 virka daga.  640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744