Bjarki búinn að leika yfir 200 leiki fyrir Völsung

Á Íþróttafólki Völsungs, sem fór fram í Miðhvammi 27. desember, voru veittar viðurkenningar fyrir spilaða leiki í meistaraflokk karla og kvenna í

Bjarki búinn að leika yfir 200 leiki fyrir Völsung
Íþróttir - Hafþór Hreiðarsson - Lestrar 315

Bjarki Baldvinsson í leik með Völsungi.
Bjarki Baldvinsson í leik með Völsungi.

Á Íþróttafólki Völsungs, sem fór fram í Miðhvammi 27. desember, voru veittar viðurkenningar fyrir spilaða leiki í meistaraflokk karla og kvenna í knattspyrnu.

Fjórir aðilar náðu þeim áfanga að leika sinn 100 leik í deild og bikar og Bjarki Baldvinsson náði í 200 leikja hópinn.

Jóney Ósk

Jóney Ósk Sigurjónsdóttir lék sinn 101. leik í sumar og hefur hún skorað í þeim 11 mörk.

Hafrún Olgeirsdóttir

Hafrún Olgeirsdóttir lék sinn 104. leik í sumar og náði hún einnig þeim merka áfanga að skora sitt 100. mark í sumar. Markið kom á móti Tindastól á Húsavíkurvelli 31. maí síðastliðinn.

Elvar Baldvinsson

Elvar Baldvinsson lék sinn 101. leik í sumar og hefur hann skorað í þeim 25 mörk.

Eyþór Traustason.

Eyþór Traustason lék sinn 111. leik í sumar og hefur hann náð að skora í þeim 5 mörk.

Bjarki Baldvinsson

Bjarki Baldvinsson náði þeim merka áfanga að leika sinn 200. leik á móti Vestra 1. ágúst á Ísafirði í sumar. Í heildina hefur Bjarki leikið 207 leiki fyrir Völsung í deild og bikar og skorað í þeim 38 mörk.

Með því að smella á myndirnar má skoða þær í hærri upplausn.


  • Steinsteypir

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744