Bergur Elías ráðinn til PCC

Bergur Elías Ágústsson fyrrverandi bæjarstjóri Norðurþings, tekur um næstu mánaðamót til starfa hjá þýska fyrirtækinu PCC sem reisa mun kísilver á Bakka.

Bergur Elías ráðinn til PCC
Almennt - - Lestrar 327

Bergur Elías Ágústsson.
Bergur Elías Ágústsson.

Bergur Elías Ágústsson fyrrverandi bæjarstjóri Norðurþings, tekur um næstu mánaðamót til starfa hjá þýska fyrirtækinu PCC sem reisa mun kísilver á Bakka.

 
 

Í frétt á RÚV.is segir að Bergur hafi verið sveitarstjóri Norðurþings á meðan viðræður stóðu yfir við PCC um byggingu kísilvers á Bakka og undirritaði meðal annars viljayfirlýsingu PCC og Norðurþings, fyrir hönd sveitarfélagsins árið 2011. Hann hætti sem sveitarstjóri fyrir rúmlega ári síðan og hóf störf hjá samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra um áramótin, en um sama leyti þurfti PCC að fresta lokaákvörðun um byggingu kísilversins vegna athugasemda ESA við orkusölusamninga.

Ekkert samkomulag
Aðspurður segir hann að ekkert samkomulag hafi verið á milli hans og PCC um að hann myndi fá vinnu hjá PCC í kjölfar þess að hann hætti hjá Norðurþingi. Hann segir það sjálfsagt að ráða sig til starfa hjá fyrirtækinu, þrátt fyrir stöðu sína.

„Málið er nátturulega bara það að þetta er samfélagsverkefni, sem mun hafa staðið yfir í 10 ár fyrir norðan og það er bara þannig að þarna leggja allir hönd á plóg. Ef að ég get með einhverjum hætti gert að verkum að það gangi vel er það bæði sjálfsagt og eðlilegt, þetta snýst um samfélagið og áætlanir þess að byggja upp iðnað á þessu svæði,“ segir Bergur Elías. (ruv.is)

Bergur mun sinna ýmsum verkefnum á meðan kísilverið er í byggingu en framhaldið er óljóst.

„Mitt hlutverk er annars vegar að reyna að samræma, þetta eru bæði Vegagerðin og Siglingastofnun og sveitarfélagið, þau samskipti um það hvernig þessir hlutir munu ganga fyrir sig. Ég verð þeim til aðstoðar í þeim efnum,“ segir Bergur Elías.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744