Baldur Ingimar í Völsung

Völsungurinn gamalgróni Baldur Ingimar Aðalsteinsson hefur ákveðið að loka hringnum á sínum ferli heima á Húsavík.

Baldur Ingimar í Völsung
Íþróttir - Hafþór Hreiðarsson - Lestrar 809

Baldur Ingimar á æfingu með Völsungum fyrir skömmu
Baldur Ingimar á æfingu með Völsungum fyrir skömmu

Völsungurinn gamalgróni Baldur Ingimar Aðalsteinsson hefur ákveðið að loka hringnum á sínum ferli heima á Húsavík.

Baldur, sem þegar hefur fengið félagaskipti yfir í Völsung, er 38 ára gamall og á yfir 200 leiki í efstu tveimur deildum Íslandsmótsins sem og í bikarkeppnum með ÍA og Val.

Nú síðast lék Baldur með KFG í Garðabæ. Baldur býr yfir gríðarmikilli reynslu sem hann getur miðlað til okkar yngri leikmanna.

Í tilkynningu segir að Baldur sé bardagamaður á velli sem aldrei gefur tommu eftir, en mikil glóð sé enn í boltatækninni. Við bjóðum Baldur hjartanlega velkominn í Völsung á nýjan leik.

Baldur Ingimar Aðalsteinsson

Baldur Ingimar á æfingu með Völsungi fyrir skömmu.


  • Steinsteypir

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744