Ályktun SHÍ um undirfjármögnun Háskóla Íslands

Stúdentaráđ Háskóla Íslands leggst alfariđ gegn ţeirri ađhaldsstefnu stjórnvalda sem hefur veriđ ríkjandi í málefnum háskólans undanfarin ár.

Ályktun SHÍ um undirfjármögnun Háskóla Íslands
Fréttatilkynning - - Lestrar 486

Stúdentaráđ Háskóla Íslands leggst alfariđ gegn ţeirri ađhaldsstefnu stjórnvalda sem hefur veriđ ríkjandi í málefnum háskólans undanfarin ár. 

Sú stefna hefur leitt til verulegrar undirfjármögnunar háskólans. Ţađ hefur alvarleg áhrif á gćđi náms sem sést međal annars á niđurfellingu um 50 námskeiđa viđ skólann á ţessu ári vegna kröfu stjórnvalda um ađhald.[1] Benda má á ađ fleiri námskeiđ hafa veriđ felld niđur undanfarin ár og ţví er ekki um ađ rćđa fyrsta skiptiđ sem gripiđ hefur veriđ til slíkra ađhaldsađgerđa. Ţćr ađhaldsađgerđir geta leitt til ţess ađ einstaklingar ţurfi ađ fresta útskrift auk ţess sem ţćr minnka val innan námsgreina, draga úr möguleika námsmanna á sérhćfingu í námi og skerđa jafnrétti til náms. Ţćr brjóta gegn stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar ţar sem kveđiđ er á um ađ „háskólar á Íslandi verđi studdir í ađ halda uppi gćđum og standast alţjóđlega samkeppni.“[2] Ţađ skýtur skökku viđ ađ mćla fyrir auknum stuđningi viđ háskólana, en um leiđ bođa ađhaldsađgerđir í málefnum ţeirra.

Á undanförnum misserum hefur ítrekađ komiđ fram ađ íslenskir háskólar standast ekki alţjóđlegan samanburđ ţegar kemur ađ fjármögnun ţeirra. Íslenskir háskólar fá um helmingi lćgri framlög á hvern háskólanema en háskólar annars stađar á Norđurlöndum.[3] Enn eru framlög á hvern nemanda í íslensku háskólakerfi lćgri en ţau voru fyrir áratug[4] - og ţađ ţrátt fyrir ađ háskólakerfiđ hafi samkvćmt erlendum úttektum veriđ undirfjármagnađ á ţeim tíma.[5] [6] Stúdentaráđ krefst ţess ađ sú stađa verđi leiđrétt.

Öflugt menntakerfi er grunnstođ framsćkinna og samkeppnishćfra nútímasamfélaga. Stúdentaráđ Háskóla Íslands trúir ţví ađ stjórnvöld hafi áhuga á ađ byggja upp slíkt samfélag á Íslandi og krefst ţess ađ ţau sýni ţađ í verki.

 


  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744