Alvarlegt vinnuslys í kísilveri PCC á Bakka

Alvarlegt vinnuslys varð í kísilverksmiðju PCC á Bakka á fjórða tímanum í dag.

Alvarlegt vinnuslys í kísilveri PCC á Bakka
Almennt - Hafþór Hreiðarsson - Lestrar 462

Kísilver PCC á Bakka.
Kísilver PCC á Bakka.
Alvarlegt vinnuslys varð í kísilverksmiðju PCC á Bakka á fjórða tímanum í dag.
 
Starfsmaður í verksmiðjunni var við vinnu í ofnhúsi þegar slysið varð. Hann var ásamt fleiri starfsmönnum við aftöppun á öðrum af tveimur ofnum verksmiðjunnar og varð fyrir höggi af verkfæri sem notað er til að tæma ofninn.

Maðurinn var fluttur með sjúkrabíl á Sjúkrahúsið á Akureyri. Hann slasaðist töluvert, samkvæmt upplýsingum frá PCC, en er ekki í lífshættu. 


  • Steinsteypir

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744