Afmælishátíð í Sjóböðunum

Í gær var eitt ár síðan Sjóböðin á Húsavík voru opnuð og af því tilefni var slegið upp afmælisveislu á höfðanum.

Afmælishátíð í Sjóböðunum
Almennt - - Lestrar 386

Helgi Björnsson kom og söng nokkur lög.
Helgi Björnsson kom og söng nokkur lög.

Í gær var eitt ár síðan Sjóböðin á Húsavík voru opnuð og af því tilefni var slegið upp afmælisveislu á höfðanum.

Um leið var því fagnað að Sjóböðin rötuðu á ár­leg­an lista tíma­rits­ins Time Magaz­ine sem einn af 100 áhuga­verðustu stöðum í heim­in­um til að heim­sækja á ár­inu 2019.

Karlakórinn Hreimur söng nokkur lög fyrir gesti undir stjórn Steinþórs Þráinssonar við undirleik Judit Györgi og Helgi Björns leit við og skemmti gestum með söng sínum.

Sigurjón Steinsson framkvæmdarstjóri Sjóbaðanna var að vonum ánægður með þá áfanga sem verið var að fagna og það voru veðurguðirnir einnig.

Sjóböðin eins árs

Afmælisgestir hlýða á Karlakórinn Hreim.

Sjóböðin eins árs

Sjóböðin eins árs

Það var vel mætt í afmælisveisluna enda veður gott.

Sjóböðin eins árs

Helgi Björnsson góður að vanda.

Sjóböðin eins árs

Boðið var upp á veitingar.

Með því að smella á myndirnar er hægt að fletta þeim og skoða í hærri upplausn.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744