Aðalúthlutun Safnaráðs 2024

Menningarráðherra hefur úthlutað úr aðalúthlutun safnaráðs 2024 og fór úthlutunin fram í Safnarhúsinu í Reykjavík.

Aðalúthlutun Safnaráðs 2024
Almennt - - Lestrar 184

Menningarráðherra hefur úthlutað úr aðalúthlutun safnaráðs 2024 og fór úthlutunin fram í Safnarhúsinu í Reykjavík.

Úthlutað var alls 176.335.000 kr til 46 styrkþega, en með eldri Öndvegisúthlutunum er heildarúthlutuninn ársins alls 211.135.000 kr. til 49 styrkþega.

Menningarmiðstöð Þingeyinga og Hvalasafnið á Húsavík voru meðal sana sem fengu styrki en heildarlista yfir úthlutun Safnaráðs má finna hér: https://safnarad.is/safnasjodur/uthlutanir-safnasjods/uthlutun-2024/

Úthlutunin úr safnasjóði var haldin í kjölfar Ársfundar höfuðsafnanna þriggja, Þjóðminjasafns Íslands, Listasafns Íslands og Náttúruminjasafns Íslands ásamt safnaráði í Safnahúsinu við Hverfisgötu. 

„Úthlutunin úr safnasjóði endurspeglar þá miklu breidd sem er í safnastarfi hringinn í kringum landið. Söfn gegna mikilvægu hlutverki í menningarlífi þjóðarinnar, bæði að vernda og miðla sögu okkar og menningararfi og kynna hann fyrir erlendum ferðmönnum sem heimsækja landið,“ segir Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra. 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744