Sigvaldi Ţór: Gaurinn lét sig bara detta

,,Kantmađur kemst á milli okkar Gunna og ég hleyp á eftir honum og kem löppinni fram fyrir hann og beint í boltann. Kem honum frá og gaurinn lét sig bara

Sigvaldi Ţór: Gaurinn lét sig bara detta
Íţróttir - Rafnar Orri Gunnarsson - Lestrar 839 - Athugasemdir ()

Sigvaldi Ţór í baráttunni í kvöld
Sigvaldi Ţór í baráttunni í kvöld

,,Kantmaður kemst á milli okkar Gunna og ég hleyp á eftir honum og kem löppinni fram fyrir hann og beint í boltann. Kem honum frá og gaurinn lét sig bara detta. Það er ekki víti, eða ég hélt ekki," sagði Sigvaldi steinhissa yfir vítaspyrnudómnun við fréttaritara Græna Hersins eftir 5-0 tap í kvöld gegn Víking R.

,,Þeir allavega fá víti og ég fæ rautt spjald sem ég skil ekki. Eg helt að það væri leyfilegt að fara í boltann. Við mótmæltum þessu mikið en Garðari var ekki haggað," sagði Sigvaldi sem leyndi ekki svekkelsi sínu yfir þessum vitlausa dómi Garðars en Sissi fékk að líta rauða spjaldið eftir klukkutíma.

Hjössi Hjartar setti þrennu og var líkt og tvítugur þarna frammi og gerði okkar mönnum alltof oft erfitt fyrir

,,Hann er gamall og með reynslu. Hann var fínn í dag og kláraði sín færi vel," sagði Sissi um Hjört.

,,Mér fannst fyrri hálfleikurinn betri en sá seinni. Samt vorum við ekki nægjanlega á tánum og eiginlega ekki mættir leiks. Eftir að ég fæ rauða spjaldið varð þetta síðan enn erfiðara og manni færri áttum við bara litla von," segir Sigvaldi en hvað getum lært af þessum leikjum?

,,Miðað við síðustu leiki þurfum við að bæta okkur og laga heilmargt. Taka okkur saman í andlitinu. Það eru margir hlutir sem við þurfum að laga ef við ætlum að halda okkur uppi í 1.deildinni. Þetta lið verður með okkur í deild og þetta verður erfitt í sumar ef við ætlum að spila svona. En ég hef fulla trú á að við getum lagað þetta."


,,Ég er samt spenntur fyrir sumrinu og hlakka til að spila í 1.deild í fyrsta skipti. Ég veit að við munum mæta klárir í Íslandsmótið og við þurfum bara að gera það, það býr hellingur í þessu liði en við þurfum þá líka að fara að sýna það," sagði Sigvaldi að lokum.

siss

Tengdar greinar:
Umfjöllun: ‪Hjössi Hjartar‬ fór illa með sitt gamla lið og skoraði þrennu


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Björn-Rafnar Orri- Bjarki Breiđfjörđ